Ísland ljóstengt /2017

Málsnúmer 201612038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 13. des. 2016 þar sem vakin er athygli á því að Fjarskiptasjóður hefur auglýst að umsóknarferli vegna verkefnisins sé hafið.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu og nýta hugsanleg tækifæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 369. fundur - 16.01.2017

Lagt fram til kynningar afrit af styrkumsókn til Fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar á Fljótsdalshéraði 2017.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 371. fundur - 30.01.2017

Lögð fram umsókn til Fjarskiptasjóðs vegna framkvæmda í sveitarfélaginu við ljósleiðaralögn 2017.
Jafnframt voru lagðar fram upplýsingar um að Fljótsdalshéraðs hefði fengið úthlutað 9,5 milljónum af aukaframlagi ríkisins til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.
Bæjarráð fagnar því að bætt var við fjármagni í þetta verkefni, þar sem tekið er tillit til byggðasjónarmiða og telur mikilvægt að í framhaldinu verði öllu fjármagni til verkefnisins úthlutað í samræmi við þá mælikvarða sem lágu til grundvallar þessari úthlutun.

Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að framvindu verkefnisins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 372. fundur - 06.02.2017

Lagðar fram upplýsingar um að umsókn nr. 3 hjá Fljótsdalshéraði fékk samþykkt framlag úr Fjarskiptasjóði árið 2017 upp á tæpar 2,9 milljónir.
Einnig voru kynnt drög að auglýsingum vegna fyrirhugaðra framkvæmda og var bæjarstjóra falið að koma þeim á framfæri.