Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

372. fundur 06. febrúar 2017 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði tengd rekstri og uppgjöri síðasta árs.

2.Fundargerð 846. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201702017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2017

Málsnúmer 201702005

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 20. janúar 2017 lögð fram til kynningar.

4.Ísland ljóstengt /2017

Málsnúmer 201612038

Lagðar fram upplýsingar um að umsókn nr. 3 hjá Fljótsdalshéraði fékk samþykkt framlag úr Fjarskiptasjóði árið 2017 upp á tæpar 2,9 milljónir.
Einnig voru kynnt drög að auglýsingum vegna fyrirhugaðra framkvæmda og var bæjarstjóra falið að koma þeim á framfæri.

5.Jörðin Hóll í Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201701162

Lögð fram fyrirspurn frá leigjenda íbúðarhússins á Hóli varðandi eignarhald sveitarfélagsins á jörðinni.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

6.Daggæslu- og leikskólapláss á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201702016

Lagt fram bréf frá foreldrum barna á Fljótsdalshéraði þar sem bent er á skort á daggæslu- og leikskólaplássum í sveitarfélaginu.
Bæjarráð þakkar framkomið erindi. Málið hefur verið í vinnslu hjá fræðslunefnd og er þar nú til skoðunar, eins og fram kom í bókun bæjarstjórnar á síðasta fundi hennar. Samþykkt að vísa þessu erindi til fræðslunefndar inn í þá vinnu.

7.Áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum

Málsnúmer 201701034

Rædd möguleg fjármögnun verkefnisins, en þeirri vinnu var vísað til bæjarráðs á síðasta bæjarstjórnarfundi.
Farið yfir málið og samþykkt að vinna málið frekar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

8.Umsókn um tækifæris- og tímabundið áfengisleyfi/Góu gleði í Brúarási

Málsnúmer 201702004

Lagt fram til umsagnar umsókn um tækifæris- og tímabundið áfengisleyfi vegna Góugleði í Brúarási 4. mars nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tækifæris- og tímabundið áfengisleyfi vegna Góugleði í Brúarási 4. mars nk. eins og hún liggur fyrir. Bæjarráð staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

9.Umsókn um endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi/Fagradalsbraut 9

Málsnúmer 201701040

Fyrir liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga að Fagradalsbraut 9. í flokki II.

Fram kemur að byggingarfulltrúi veitir jákvæða umsögn.

Í samræmi við nýsamþykktar verklagsreglur sveitarfélagsins, er málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Unalækur A6

Málsnúmer 201701135

Í samræmi við nýsamþykktar verklagsreglur sveitarfélagsins, er málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu, að fenginni endanlegri umsögn byggingarfulltrúa.

11.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406080

Bæjarstjóri kynnti hugmynd að breytingu á 7. grein í samþykktum umhverfis- og framkvæmdanefndar og
9. grein í samþykktum fyrir fræðslunefnd.
Þar er gert ráð fyrir að standi: Nefndin fundi að jafnaði einu sinni til tvisvar í mánuði, í stað þess að nú er gert ráð fyrir tveimur fundum í mánuði.

Bæjarráð samþykkir að tillaga að breyttum samþykktum verði lögð fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.

12.Úthlutunarathöfn vegna Uppbyggingarsjóðs Austurlands

Málsnúmer 201702028

Úthlutunarathöfnin vegna úthlutunar úr Uppbyggingarsjóði Austurlands verður þann 14. febrúar nk. á Fljótsdalshéraði. Rætt um framkvæmdina og bæjarstjóra falið að undirbúa athöfnina í samráði við menningarfulltrúa.

Fundi slitið.