Daggæslu- og leikskólapláss á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201702016

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 372. fundur - 06.02.2017

Lagt fram bréf frá foreldrum barna á Fljótsdalshéraði þar sem bent er á skort á daggæslu- og leikskólaplássum í sveitarfélaginu.
Bæjarráð þakkar framkomið erindi. Málið hefur verið í vinnslu hjá fræðslunefnd og er þar nú til skoðunar, eins og fram kom í bókun bæjarstjórnar á síðasta fundi hennar. Samþykkt að vísa þessu erindi til fræðslunefndar inn í þá vinnu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 375. fundur - 27.02.2017

Kynntar tillögur frá fræðslunefnd vegna innritunar í leikskóla 2017.

Bæjarráð lýsir yfir eindregnum vilja til að fjölga dagvistarplássum í sveitarfélaginu og leysa þann vanda sem fyrirsjáanlegur er varðandi vistun barna.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum frá fræðslunefnd í samræmi við umræður á fundinum og bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 07.03.2017

Farið yfir tillögur að framkvæmd innritunar 2017. Niðurstöður verða sendar bæjarráði til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 377. fundur - 13.03.2017

Farið yfir hugmyndir fræðslunefndar um fyrirkomulag til að auka framboð á leikskólaplássum og styrkingu dagmæðrakerfisins fyrir komandi skólaár.

Bæjarráð samþykkir tillögur fræðslunefndar sem fela í sér að fjölga stöðugildum um 1.5 við Tjarnarskóg frá og með næsta skólaári. Fjármálastjóra falið að skoða ásamt fræðslustjóra fjármögnun stöðugildanna.
Jafnframt samþykkt að mánaðarleg niðurgreiðsla til dagforeldra verði hækkuð um 25%, frá og með sama tíma.

Bæjarráð beinir því til fræðslunefndar að halda áfram að skoða dagvistunarmöguleika í sveitarfélaginu með tilliti til þróunar næstu árin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.