Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

375. fundur 27. febrúar 2017 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson 1. varamaður
  • Ester Kjartansdóttir 2. varamaður
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir 1. varamaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir 2. varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Sveinbjörg S. Sveinbjörnsdóttir skjalastjóri
  • Andri Þór Ómarsson starfsmaður
  • Magnús Jónsson
  • Erla Egilsdóttir
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fulltrúar frá Ungt Austurland koma til fundar með bæjarráði kl. 10:30

Fulltrúar frá Gróðrarstöðinni Barra ehf. koma til fundar með bæjarráði kl. 11:15.

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og uppgjöri ársins 2016.
Einnig fór Björn bæjarstjóri yfir áætlun varðandi unglingalandsmótið sem halda á um Verslunarmannahelgina hér á Fljótsdalshéraði.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201701107

Fjármálastjóri lagði fram viðauka nr. 3, sem er vegna niðurstöðu í kjarasamningum tónlistarkennara og sveitarfélaga.

Hækkun launaliða um 12.380.000 færist á tónlistarskólana samkvæmt sundurliðun í viðauka.

Hækkun tekna Jöfnunarsjóðs (útgjaldajöfnunarframlag) um 12.380.000.

3.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201702139

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir verkplan varðandi gerð fjárhags- og starfsáætlana fyrir 2018.
Verklagið verðu kynnt fyrir stjórnendum á næsta forstöðumannafundi.

4.Fundargerðir Ársala b.s. 2017.

Málsnúmer 201702058

Fundargerð 19. fundar, frá 23. febrúar lögð fram til kynningar.
Einnig lagðar fram og kynntar endurskoðaðar samþykktir fyrir Ársali, dags. 23.02. 2017 og samþykkti bæjarráð þær fyrir sitt leyti.

5.Fundargerð 220. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201702137

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Daggæslu- og leikskólapláss á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201702016

Kynntar tillögur frá fræðslunefnd vegna innritunar í leikskóla 2017.

Bæjarráð lýsir yfir eindregnum vilja til að fjölga dagvistarplássum í sveitarfélaginu og leysa þann vanda sem fyrirsjáanlegur er varðandi vistun barna.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum frá fræðslunefnd í samræmi við umræður á fundinum og bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

7.Niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi

Málsnúmer 201610072

Frestað til næsta fundar.

8.Ósk um aðstoð sveitarfélags við mat fráveituframkvæmda

Málsnúmer 201702132

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Hitaveitu Egilsstaða og Fella, sem fer með fráveitumál sveitarfélagsins.

9.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2017

Málsnúmer 201701152

Lögð fram frumdrög að starfsáætlun bæjarráðs vegna málaflokks 21, Sameiginlegur kostnaður.
Búið er að uppfæra allar kostnaðartölur í skjalinu miðað við uppgjör síðasta árs og fjárhagsáætlun 2017. Einnig búið að gera tillögur að texta.

Samþykkt að fresta liðnum til næsta fundar bæjarráðs.

10.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201609075

Lögð fram drög að samningi við Landlæknisembættið um heilsueflandi samfélag.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samninginn.

11.Umsókn um tækifærisleyfi/Ball eftir söngvakeppni ME

Málsnúmer 201702126

Lögð fram beiðni Sýslumanns Austurlands um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna dansleiks í kjölfar söngvakeppni ME, sem haldin verður í Valaskjálf 24. mars. Um er að ræða lokað einkasamkvæmi.

Fyrir liggur að Heilbrigðiseftirlitið gefur jákvæða umsögn.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfið eins og það liggur fyrir.
Bæjarstjórn staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetninga staðar sem umsókn lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Fundi slitið.