Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201609075

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 24. fundur - 06.10.2016

Fyrir liggja ýmis gögn er varða verkefnið Heilsueflandi samfélag.

Íþrótta- og tómstundanefnd er áhugsasöm um verkefnið. Vakin athygli á að 2. nóvember hyggst Landlæknisembættið standa fyrir fundi um málið á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd frestar að öðru leyti málinu til næsta fundar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 25. fundur - 09.11.2016

Fyrir liggja gögn er varða verkefnið Heilsueflandi samfélag, sem Landlæknisembættið hefur frumkvæði að. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 6. október 2016.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að Fljótsdalshérað sæki um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag, til Embættis landlæknis. Einnig að skipaður verði þverfaglegur stýrihópur sem sé ábyrgur fyrir framgangi verkefnisins.
Með verkefninu er lögð áhersla á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum samfélagsins. Jafnframt byggir verkefnið á samstarfi stofnana sveitarfélagsins, heilsugæslu, íþróttafélaga og fleiri aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Fyrir liggja gögn er varða verkefnið Heilsueflandi samfélag, sem Landlæknisembættið hefur frumkvæði að. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 6. október 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað sæki um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag, til Embættis landlæknis. Einnig samþykkir bæjarstjórn að skipaður verði þverfaglegur stýrihópur sem sé ábyrgur fyrir framgangi verkefnisins. Atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa falið að gera tillögu að skipan stýrihópsins.
Með verkefninu er lögð áhersla á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum samfélagsins. Jafnframt byggir verkefnið á samstarfi stofnana sveitarfélagsins, heilsugæslu, íþróttafélaga og fleiri aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 375. fundur - 27.02.2017

Lögð fram drög að samningi við Landlæknisembættið um heilsueflandi samfélag.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samninginn.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 45. fundur - 27.09.2018

Fyrir liggur að velja kjörinn fulltrúa í stýrihóp Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalhéraði.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Dagur S. Óðinsson og Jónína Brynjólfsdóttir taki að sér að vera fulltrúar í stýrihópnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 61. fundur - 26.03.2020

Fyrir liggur minnisblað vegna Heilsueflandi samfélags í nýju, sameinuðu sveitarfélagi.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skoðaður verði afrakstur verkefnisins, tilgangur og markmið og hvort að mögulegt er að önnur verkefni gætu skilað því sama.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.