Íþrótta- og tómstundanefnd

45. fundur 27. september 2018 kl. 07:00 - 09:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Íþróttasjóður

Málsnúmer 201809106

Íþróttasjóður Rannís auglýsir umsóknarfrest vegna styrkumsókna til 1. október 2018 kl.16:00.

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að aukinni þátttöku barna af erlendum uppruna. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að nýta tækifærið og sækja um styrki í sjóðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Heimsókn kjörinna fulltrúa í Stafdal

Málsnúmer 201809107

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um heimsókn kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu á skíðasvæðið í Stafdal, en þangað fór vaskur hópur fólks fimmtudaginn 6. september 2018.

3.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2019

Málsnúmer 201809104

Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar er í vinnslu samhliða vinnu við fjárhagsáætlun.

4.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803143

Fyrir liggja ýmis gögn er varða fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2019.

Á fundinn undir þessum lið mættu Hreinn Halldórsson, forstöðumaður íþróttavalla og Árni Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva.

Fyrirhugað er að klára vinnu við fjárhagsáætlun nefndarinnar á næsta fundi hennar.

Gestir

  • Hreinn Halldórsson - mæting: 08:10
  • Árni Pálsson - mæting: 08:25
  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 08:00

5.Opið bréf til íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 201808182

Fyrir liggur opið bréf til íþrótta- og tómstundanefndar frá Fjólu Hrafnkelsdóttur sent 25. ágúst 2018. Í bréfinu er óskað skýringa á máli nr. 201804111, Málefni líkamsræktar og framtíðarsýn, sbr. fundi íþrótta- og tómstundanefndar dagsettir 23. maí, 12. júlí og 20. ágúst 2018. Málið varðar stöðu einkarekinnar líkamsræktarstöðvar gagnvart vissum þáttum í rekstri Héraðsþreks.

Málið er enn í vinnslu nefndarinnar en verður gerð frekari skil í fundargerð þegar það verður afgreitt. Rétt er þó að taka fram að ekki er um að ræða umfangsmiklar breytingar á rekstri Héraðsþreks.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Starfsdagar Samfés 2018

Málsnúmer 201809105

Lögð fram til kynningar er dagskrá Starfsdaga Samfés sem haldnir voru á Laugarvatni 13.-14. september. Á starfsdögum Samfés kemur starfsfólk félagsmiðstöðva á Íslandi saman. Á dagskrá eru fyrirlestrar, málstofur og styttri námskeið sem ætlað er að auka þekkingu og styðja við starf félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á landsvísu.

Það voru Árni Pálsson og Reynir Hólm Gunnarsson sem sóttu Starfsdagana fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Nýungar og Vegahússins ungmennahúss.

7.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201609075

Fyrir liggur að velja kjörinn fulltrúa í stýrihóp Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalhéraði.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Dagur S. Óðinsson og Jónína Brynjólfsdóttir taki að sér að vera fulltrúar í stýrihópnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Áætlun um gerð göngu- og hjólreiðastíga í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201809062

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að ráðist verði í gerð framtíðaráætlunar hvað varðar uppbyggingu og gerð göngu- og hjólastíga í sveitarfélaginu í samráði við nefndina. Um yrði að ræða stíga bæði innan þéttbýlis og utan þess.

Þá hvetur nefndin umhverfis- og framkvæmdanefnd til þess að samhliða framkvæmdum sé haft í huga uppbygging/lagfæring á hjólreiða- og göngustígum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi - frá mennta- og menningarmálaráðherra

Málsnúmer 201808197

Starfshópur mennta- og menningarmálaráðherra, sem skipaður var í kjölfar #églíka (#metoo) yfirlýsinga íþróttakvenna, hefur skilað ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta-og æskulýðsstarfi.

Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur sem lúta að sveitarfélögum og felur nefndin starfsmanni að fara yfir þær og vinna að úrbótum í samvinnu við það starfsfólk sveitarfélagsins sem við á.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 09:00.