Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803143

Íþrótta- og tómstundanefnd - 40. fundur - 04.04.2018

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2019.

Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að fjárhagsáætlun fyrir 2019 til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 42. fundur - 23.05.2018

Fyrir liggur rammaáætlun fyrir málaflokka íþrótta- og tómstundanefndar sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. maí 2018.

Íþrótta- og tómstundanefnd harmar niðurstöðu bæjarráðs um niðurskurð fjárhagsáætlunar, þar sem gert var ráð fyrir bráðnauðsynlegum verkefnum.
Nefndin leggur áherslu á eftirfarandi málefni og hvetur næstu nefnd til að huga að þeim:
- Forvarnamál. Að ítreka nauðsyn þess að öll svið vinni saman að forvarnamálum, t.d. með hópastarfi í Nýung og Vegahúsi og aukinni samvinnu við skóla á svæðinu.
- Samningar við íþrótta- og tómstundafélög. Að hægt verði að endurskoða og endurhugsa samninga og styrk sveitarfélagsins við íþrótta- og tómstundafélög á svæðinu, m.a. með tilliti til viðbragðsáætlana gegn hvers kyns ofbeldi, forvarnagildis skipulagðra íþrótta- og tómstunda og aðgengis fyrir alla.
- Selskógur. Að hægt verði að klára kaup og uppsetningu útiæfingatækja í Selskógi líkt og hefur verið lengi í bígerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 43. fundur - 12.07.2018

Fyrir liggur fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2019, sem og áætlanir þeirra stofnana sem undir nefndina heyra. Rammi gefinn út af bæjarráði í maí.

Farið yfir helstu atriði áætlunarinnar. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 44. fundur - 20.08.2018

Umræða um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019.

Gert verði ráð fyrir að á næsta fundi nefndarinnar mæti á fundinn forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 45. fundur - 27.09.2018

Fyrir liggja ýmis gögn er varða fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2019.

Á fundinn undir þessum lið mættu Hreinn Halldórsson, forstöðumaður íþróttavalla og Árni Pálsson, forstöðumaður félagsmiðstöðva.

Fyrirhugað er að klára vinnu við fjárhagsáætlun nefndarinnar á næsta fundi hennar.

Gestir

  • Hreinn Halldórsson - mæting: 08:10
  • Árni Pálsson - mæting: 08:25
  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 08:00

Íþrótta- og tómstundanefnd - 46. fundur - 11.10.2018

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019. Jafnframt liggja fyrir áætlanir frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2019.

Þá liggur fyrir hækkun gjaldskrár Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Lagt er til að lögð verði niður svokölluð hjónakort og er starfsmanni falið að útfæra gjaldskrána nánar í samráði við forstöðumann Íþróttamiðstöðvar og leggja fyrir næsta nefndarfund. Nefndin leggur jafnframt til að opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum verður lengdur um klukkustund laugardaga og sunnudaga frá og með áramótum. Auknum kostnaði verði mætt með gjaldskrárhækkun og væntanlegum auknum tekjum miðstöðvarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 47. fundur - 21.11.2018

Fyrir liggur fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar þeim breytingum sem gerðar hafa verið.

Leggur íþrótta- og tómstundanefnd fram nýja gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar sem taka skal gildi um áramót. Leggur nefndin jafnframt til að hjónakort verði lögð niður, enda mismuna þau einstaklingum eftir fjölskyldustöðu. Nefndin leggur áherslu á að í sveitarfélaginu geti allir fundið heilbrigða hreyfingu við sitt hæfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.