Íþrótta- og tómstundanefnd

47. fundur 21. nóvember 2018 kl. 16:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Samningar við íþróttafélög

Málsnúmer 201712120Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningum við íþróttafélögin Hött, Þrist, Start, Skaust, SKÍS, Golfklúbb Fljótsdalshéraðs og Lyftingafélag Austurlands en samningar við þessi félög renna allir út í lok árs. Jafnframt liggja fyrir viðaukar með samningum, m.a. stefnur og áætlanir vegna jafnréttis, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis, eineltis o.fl.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram í samstarfi við félögin og leggja fyrir nefndina við fyrsta tækifæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Viðbygging við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

Málsnúmer 201811081Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar, og kynnti fyrir íþrótta- og tómstundanefnd viðbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum og ferlið í kringum verkefnið.

Nefndin óskar Íþróttafélaginu Hetti og samfélaginu öllu til hamingju með þessi tímamót íþróttastarfs í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2019

Málsnúmer 201809104Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar þeim breytingum sem gerðar hafa verið.

Leggur íþrótta- og tómstundanefnd fram nýja gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar sem taka skal gildi um áramót. Leggur nefndin jafnframt til að hjónakort verði lögð niður, enda mismuna þau einstaklingum eftir fjölskyldustöðu. Nefndin leggur áherslu á að í sveitarfélaginu geti allir fundið heilbrigða hreyfingu við sitt hæfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Málefni líkamsræktar og framtíðarsýn

Málsnúmer 201804111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur áframhaldandi umræða um málefni líkamsræktar í ÍÞE og framtíðarsýn.

Málinu frestað til næsta fundar.

6.Umsjón og umhirða íþróttavalla

Málsnúmer 201811084Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að auglýsingu fyrir starf og starfslýsingu vallastjóra Fljótsdalshéraðs, en samningur við Hött rekstrarfélag um umhirðu íþróttavalla rennur út um áramót.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti það fyrirkomulag sem fram kemur í fyrirliggjandi gögnum. Málinu að öðru leyti vísað til umhverfis og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla verkefnastýru íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála

Málsnúmer 201811090Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla verkefnastýru íþrótta-, tómstunda- og forvarnamála varðandi verkefni ársins og þau verkefni sem fyrir liggja.

Fundi slitið - kl. 18:15.