Íþrótta- og tómstundanefnd

46. fundur 11. október 2018 kl. 07:00 - 08:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803143

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019. Jafnframt liggja fyrir áætlanir frá forstöðumönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2019.

Þá liggur fyrir hækkun gjaldskrár Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Lagt er til að lögð verði niður svokölluð hjónakort og er starfsmanni falið að útfæra gjaldskrána nánar í samráði við forstöðumann Íþróttamiðstöðvar og leggja fyrir næsta nefndarfund. Nefndin leggur jafnframt til að opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum verður lengdur um klukkustund laugardaga og sunnudaga frá og með áramótum. Auknum kostnaði verði mætt með gjaldskrárhækkun og væntanlegum auknum tekjum miðstöðvarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2019

Málsnúmer 201809104

Fyrir liggja drög að starfsáætlun nefndarinnar.

Áætlunin er áfram í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 08:45.