Íþrótta- og tómstundanefnd

40. fundur 04. apríl 2018 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Forvarnadagur á Fljótsdalshéraði 2018 - styrkbeiðni

Málsnúmer 201803148

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Árna Pálssyni vegna Forvarnardags á Fljótsdalshéraði árið 2018.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að forvarnardagur fyrir unglinga á Fljótsdalshéraði, sem stýrt er af starfsmönnum félagsmiðstöðvar, verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fimleikadeild Hattar - umsókn um styrk v/Íslandsmóts

Málsnúmer 201803065

Fyrir liggur styrkbeiðni frá fimleikadeild Hattar vegna Íslandsmóts sem haldið verður í maí 2018.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að fimleikadeild Hattar verð styrkt um kr. 150.000 sem tekið verður af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Beiðni um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa

Málsnúmer 201604165

Fyrir liggur styrkbeiðni vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa ásamt starfsskýrslu æskulýðsnefndar félagsins fyrir árið 2017.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Freyfaxi verði styrkur um kr. 150.000 vegna æskulýðsstarfsemi sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Lífsleikni og íþróttaiðkun heyrnarlausra barna og ungmenna

Málsnúmer 201803151

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Félagi heyrnarlausra vegna eflingar íþróttastarfs, þátttöku og lífsleikni heyrnarlausra barna og ungmenna.

Íþrótta- og tómstundanefnd hafnar styrkbeiðninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Starfshópur um búnað til fimleikaiðkunar í Íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201803150

Fundargerð starfshóps um búnað til fimleikaiðkunar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að klára greinargerð upp úr fundargerðinni og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samkomulag um afnot KH og RKH af íbúð nr. 0206 að Útgarði 7

Málsnúmer 201803080

Til kynningar er samkomulag Fljótsdalshéraðs, Körfuknattleiksdeildar Hattar og Rekstrarfélags Hattar vegna afnota af íbúð í Útgarði 7.

7.Hjólahreystibraut

Málsnúmer 201803045

Fyrir liggur kynning á hjólahreystibraut frá Alexander Kárasyni.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir erindið.

8.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803143

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2019.

Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að fjárhagsáætlun fyrir 2019 til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.