Íþrótta- og tómstundanefnd

44. fundur 20. ágúst 2018 kl. 07:00 - 08:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Lýðheilsa ungs fólks á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201805173

Lagt fram til kynningar.

2.Lýðheilsuvísar 2018

Málsnúmer 201807001

Lagt fram til kynningar.

3.Framtíð knattspyrnumannvirkja á Héraði - Rekstrarfélag Hattar

Málsnúmer 201806106

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar frumkvæði Knattspyrnudeildar Hattar. Nefndin telur mikilvægt að horft sé til framtíðar hvað varðar frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

4.Dansnámskeið - umsókn um styrk

Málsnúmer 201808029

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Svanhvíti Antonsdóttur vegna dansnámskeiðs.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að námskeiðið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Tour de Ormurinn 2018 - styrkumsókn

Málsnúmer 201808030

Fyrir liggur umsókn um styrk vegna hjólreiðakeppninnar Tour de Ormurinn.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Íþróttafélagið Höttur - aðalfundargögn

Málsnúmer 201808031

Lagt fram til kynningar.

7.Ormasvæði

Málsnúmer 201808081

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Þjónustusamfélaginu á Héraði fyrir góða tillögu og leggur til að málið verði skoðað áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803143

Umræða um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019.

Gert verði ráð fyrir að á næsta fundi nefndarinnar mæti á fundinn forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Málefni líkamsræktar og framtíðarsýn

Málsnúmer 201804111

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 08:45.