Íþrótta- og tómstundanefnd

43. fundur 12. júlí 2018 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Fundartími íþrótta- og tómstundanefndar 2018-2022

Málsnúmer 201806142

Fundartími íþrótta- og tómstundanefndar ákveðinn fjórða fimmtudag í mánuði kl.7:00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd

Málsnúmer 201806143

Fyrir liggur samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd ásamt öðru er varða störf nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803143

Fyrir liggur fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2019, sem og áætlanir þeirra stofnana sem undir nefndina heyra. Rammi gefinn út af bæjarráði í maí.

Farið yfir helstu atriði áætlunarinnar. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

4.Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201803138

Fyrir liggur æskulýðsstefna sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

5.Tómstundaframlag

Málsnúmer 201807002

Fyrir liggja breytingar á reglum um tómstundaframlag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Málefni líkamsræktar og framtíðarsýn

Málsnúmer 201804111

Fyrir liggur erindi frá Stefáni Eyjólfssyni varðandi málefni líkamsræktar og framtíðarsýn.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fimleikadeild Hattar - iðkendafjöldi

Málsnúmer 201806145

Fyrir liggur erindi frá fimleikadeild Hattar varðandi iðkendafjölda og áætlanir vegna næsta starfsárs.

Íþrótta- og tómstundanefnd harmar þá ákvörðun fimleikadeildar að skera niður í iðkendafjölda á næsta starfsári deildarinnar. Nefndin hvetur fimleikadeildina til að kanna allar leiðir til að halda áfram kröftugu starfi. Erindið undirstrikar brýna þörf fyrir áframhaldandi uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.