Íþrótta- og tómstundanefnd

43. fundur 12. júlí 2018 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Fundartími íþrótta- og tómstundanefndar 2018-2022

Málsnúmer 201806142Vakta málsnúmer

Fundartími íþrótta- og tómstundanefndar ákveðinn fjórða fimmtudag í mánuði kl.7:00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd

Málsnúmer 201806143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd ásamt öðru er varða störf nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803143Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2019, sem og áætlanir þeirra stofnana sem undir nefndina heyra. Rammi gefinn út af bæjarráði í maí.

Farið yfir helstu atriði áætlunarinnar. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

4.Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201803138Vakta málsnúmer

Fyrir liggur æskulýðsstefna sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

5.Tómstundaframlag

Málsnúmer 201807002Vakta málsnúmer

Fyrir liggja breytingar á reglum um tómstundaframlag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Málefni líkamsræktar og framtíðarsýn

Málsnúmer 201804111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Stefáni Eyjólfssyni varðandi málefni líkamsræktar og framtíðarsýn.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fimleikadeild Hattar - iðkendafjöldi

Málsnúmer 201806145Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá fimleikadeild Hattar varðandi iðkendafjölda og áætlanir vegna næsta starfsárs.

Íþrótta- og tómstundanefnd harmar þá ákvörðun fimleikadeildar að skera niður í iðkendafjölda á næsta starfsári deildarinnar. Nefndin hvetur fimleikadeildina til að kanna allar leiðir til að halda áfram kröftugu starfi. Erindið undirstrikar brýna þörf fyrir áframhaldandi uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.