Fimleikadeild Hattar - iðkendafjöldi

Málsnúmer 201806145

Íþrótta- og tómstundanefnd - 43. fundur - 12.07.2018

Fyrir liggur erindi frá fimleikadeild Hattar varðandi iðkendafjölda og áætlanir vegna næsta starfsárs.

Íþrótta- og tómstundanefnd harmar þá ákvörðun fimleikadeildar að skera niður í iðkendafjölda á næsta starfsári deildarinnar. Nefndin hvetur fimleikadeildina til að kanna allar leiðir til að halda áfram kröftugu starfi. Erindið undirstrikar brýna þörf fyrir áframhaldandi uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.