Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna vegna ársins 2017 og drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar. Jafnframt tillögur um viðhaldsverkefni og framkvæmdir. Á fundinn undir þessum lið mættu Karen Erla Erlingsdóttir, Hreinn Halldórsson og Árni Pálssson, forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir 2017 að upphæð kr. 288.496.000.
Í áætluninni er gert ráð fyrir kostnaði vegna unglingalandsmóts á næsta ári og tekjum að hluta á móti sem styrk frá ríkinu.
Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar hækki um 3% frá 1. janúar 2017.
Nefndin vísar fyrirliggjandi viðhalds- og fjárfestingaáætlun fyrir stofnanir sem undir nefndina heyra til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu
2.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, frá 31. ágúst 2016
Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, frá 31. ágúst 2016. Einnig liggur fyrir frá skíðafélaginu tillaga að rekstraráætlun fyrir 2017 svo og viðhalds- og fjárfestingaáætlun.
Íþrótta og tómstundanefnd vísar til tillagna í fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2017 vegna rekstrarframlags sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að kostnaður vegna uppbyggingar og nýframkvæmda á svæðinu færist á Eignasjóð alls kr. 1.600.000, skv fyrirliggjandi áætlun.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
Fyrir liggja ýmis gögn er varða verkefnið Heilsueflandi samfélag.
Íþrótta- og tómstundanefnd er áhugsasöm um verkefnið. Vakin athygli á að 2. nóvember hyggst Landlæknisembættið standa fyrir fundi um málið á Egilsstöðum.
Íþrótta- og tómstundanefnd frestar að öðru leyti málinu til næsta fundar.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir 2017 að upphæð kr. 288.496.000.
Í áætluninni er gert ráð fyrir kostnaði vegna unglingalandsmóts á næsta ári og tekjum að hluta á móti sem styrk frá ríkinu.
Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar hækki um 3% frá 1. janúar 2017.
Nefndin vísar fyrirliggjandi viðhalds- og fjárfestingaáætlun fyrir stofnanir sem undir nefndina heyra til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu