Íþrótta- og tómstundanefnd

24. fundur 06. október 2016 kl. 15:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna vegna ársins 2017 og drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar. Jafnframt tillögur um viðhaldsverkefni og framkvæmdir. Á fundinn undir þessum lið mættu Karen Erla Erlingsdóttir, Hreinn Halldórsson og Árni Pálssson, forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir 2017 að upphæð kr. 288.496.000.

Í áætluninni er gert ráð fyrir kostnaði vegna unglingalandsmóts á næsta ári og tekjum að hluta á móti sem styrk frá ríkinu.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar hækki um 3% frá 1. janúar 2017.

Nefndin vísar fyrirliggjandi viðhalds- og fjárfestingaáætlun fyrir stofnanir sem undir nefndina heyra til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, frá 31. ágúst 2016

Málsnúmer 201608121

Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, frá 31. ágúst 2016. Einnig liggur fyrir frá skíðafélaginu tillaga að rekstraráætlun fyrir 2017 svo og viðhalds- og fjárfestingaáætlun.

Íþrótta og tómstundanefnd vísar til tillagna í fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir 2017 vegna rekstrarframlags sveitarfélagsins.
Nefndin leggur til að kostnaður vegna uppbyggingar og nýframkvæmda á svæðinu færist á Eignasjóð alls kr. 1.600.000, skv fyrirliggjandi áætlun.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð vallaráðs frá 5. september 2016

Málsnúmer 201609013

Fyrir liggur fundargerð vallaráðs frá 5. september 2016.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar

Málsnúmer 201608002

Fyrir liggur beiðni um styrk, dagsett 30. júlí 2016, frá Körfuknattleiksdeild Hattar. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 24. ágúst 2016.

Íþrótta og tómstundanefnd hafnar styrkbeiðninni þar sem ekki er gert ráð fyrir að einstaka deildir innan Hattar séu styrkar til reksturs deilda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201609075

Fyrir liggja ýmis gögn er varða verkefnið Heilsueflandi samfélag.

Íþrótta- og tómstundanefnd er áhugsasöm um verkefnið. Vakin athygli á að 2. nóvember hyggst Landlæknisembættið standa fyrir fundi um málið á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd frestar að öðru leyti málinu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:00.