Fyrir liggur minnisblað um kaup á fjölnota tæki á íþróttavelli.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reynt verði að koma því við að fjárfesta í slíku tæki þar sem það myndi spara töluverða fjármuni til lengri tíma og eins gera alla umhirðu íþróttavallanna faglegri og betri.
Fyrir liggja drög að nýjum reglum um tómstundaframlag.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reglum um tómstundaframlag verði breytt þannig að þær nýtist ungmennum á aldrinum 16-18 ára einnig til kaupa á kortum í líkamsrækt.
Leggur nefndin til að þessi breyting verði gerð til reynslu í eitt ár.
Fyrir liggja upplýsingar um ráðstefnu sem haldin verður í júní 2020.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að stýrihópur Heilsueflandi samfélags kynni sér ráðstefnuna og hvort að fulltrúi sveitarfélagsins ætti að sækja þessa ráðstefnu eða aðrar svipaðar.
Fyrir liggur minnisblað vegna Heilsueflandi samfélags í nýju, sameinuðu sveitarfélagi.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skoðaður verði afrakstur verkefnisins, tilgangur og markmið og hvort að mögulegt er að önnur verkefni gætu skilað því sama.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
6.Viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu
Fyrir liggur til kynningar Viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur íbúa sveitarfélagsins til að huga vel að andlegri- og líkamlegri heilsu á þessum tíma, til að mynda með gönguferðum um fjölmargar lendur sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
7.Meistaraflokkur körfuknattleiksdeildar Hattar í Dominosdeild karla 2020-2021
Fyrir liggur að meistaraflokkur körfuknattleiksdeildar Hattar mun leika í Dominos deild karla 2020-2021.
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar leikmönnum, stjórn og þjálfara liðsins innilega til hamingju með árangurinn og hlakkar til að fylgjast með liðinu í Dominos deild næsta vetur.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reynt verði að koma því við að fjárfesta í slíku tæki þar sem það myndi spara töluverða fjármuni til lengri tíma og eins gera alla umhirðu íþróttavallanna faglegri og betri.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.