Björn kynnti viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu, 1. útgáfu frá 13. mars. Viðbragðsáætlun þessi er birt á heimasíðu sveitarfélagsins og þar öllum opin til skoðunar.
Fyrir liggur til kynningar Viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur íbúa sveitarfélagsins til að huga vel að andlegri- og líkamlegri heilsu á þessum tíma, til að mynda með gönguferðum um fjölmargar lendur sveitarfélagsins.
Fyrir liggur viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu.
Ungmennaráð minnir á að líklegt er að ungmenni fái ekki í jafn ríkum mæli störf í ferðaþjónustu og annarri þjónustu í ár, líkt og verið hefur, og vonar að sveitarfélagið leitist við að veita sem flestum ungmennum störf í sumar.
Viðbragðsáætlun þessi er birt á heimasíðu sveitarfélagsins og þar öllum opin til skoðunar.