Fyrir liggur viðbragðsáætlun Fljótsdalshéraðs við heimsfaraldri inflúensu.
Ungmennaráð minnir á að líklegt er að ungmenni fái ekki í jafn ríkum mæli störf í ferðaþjónustu og annarri þjónustu í ár, líkt og verið hefur, og vonar að sveitarfélagið leitist við að veita sem flestum ungmennum störf í sumar.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs veltir fyrir sér eftirfarandi: - Er búið að samþykkja tillögu að nýju miðbæjarskipulagi á Egilsstöðum? - Er áætlað að hefja framkvæmdir við miðbæinn í sumar, þá sérstaklega framkvæmdir við Grenivang? - Er búið að opna fyrir úthlutun á og/eða er búið að úthluta lóðum skv. þessari skipulagstillögu?
Ungmennaráð hvetur bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs til að kanna alla möguleika til þess að styðja við bakið á heimilum og fyrirtækjum á þessum fordæmalausu tímum, til að mynda með því að auka fjölbreytni atvinnumöguleika fyrir ungt fólk og með því að skoða tímabundna lækkun eða niðurfellingu skatta og gjalda.
Samþykkt samhljóða.
Meðlimir ungmennaráðs staðfesta fundargerð með tölvupósti, starfsmaður ritar undir staðfesta fundargerð.
Fulltrúi ungmennaráðs í undirbúningshópi BRAS verður Valþór Gauti Þórhallsson.
Samþykkt samhljóða.