Fyrir liggur minnisblað um kaup á fjölnota tæki á íþróttavelli.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reynt verði að koma því við að fjárfesta í slíku tæki þar sem það myndi spara töluverða fjármuni til lengri tíma og eins gera alla umhirðu íþróttavallanna faglegri og betri.
Erindi frá íþrótta- og tómstundanefnd þar sem farið er yfir tillögu að tækjabúnaði fyrir íþróttavelli.
Umhvefis- og framkvæmdanefnd tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd. Lagt er til að yfirmaður þjónustumiðstöðvar ásamt forstöðumanni íþróttavalla greini hvaða tæki þarf til að uppfylla fyrirhuguð not.
Erindi frá íþrótta- og tómstundanefnd þar sem farið er yfir tillögu að tækjabúnaði fyrir íþróttavelli.
Guðjón Hilmarsson umsjónarmaður íþróttavalla kom inn á fundinn og fór yfir störf við umhirðu á íþróttavöllum og hugmyndir að kaupum á tækjabúnaði til þeirra starfa ásamt annarra nota.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Guðjóni fyrir kynninguna og vísar málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reynt verði að koma því við að fjárfesta í slíku tæki þar sem það myndi spara töluverða fjármuni til lengri tíma og eins gera alla umhirðu íþróttavallanna faglegri og betri.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.