Umhverfis- og framkvæmdanefnd

130. fundur 08. apríl 2020 kl. 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Kjartan Róbertsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Mál 1. Viðhald á sauðfjárveikivarnagirðingum.
Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála ásamt Þorsteinn Bergsyni starfsmanni MAST sátu fundin undir þessum lið.

Mál 2. Staða framkvæmda, mars 2020.
Kjartan Róbertsson sat fundin undir þessum lið.

Mál 4. Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016.
Björn Ingmarsson bæjarstjóri og Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstjórnar sátu fundinn undir þessum lið.

1.Viðhald á sauðfjárveikivarnagirðingum

Málsnúmer 202002078

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir að bregðast þurfi við ástandi á sauðfjárveikvarnargirðingum. Þorsteinn Bergsson dýraeftirlitsmaður hjá MAST mætir á fundinn og fór yfir ástand girðinga.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fer fram á það við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti að veita fé til viðgerða á varnarlínunni Reyðarfjarðarlínu (nr. 20 skv. auglýsingu nr. 88/2018) sem aðskilur Austfjarða-og Suðurfjarðahólf, þannig að ljúka megi þeim fyrir 15. júní 2020. Þar sem hlutar girðingarinnar eru orðnir hættulegir búfé, villtum dýrum og fólki eins og þeir eru, telur sveitarfélagið sér skylt að láta fjarlægja áðurnefnda hluta girðingarinnar á kostnað eiganda skv. 8. gr. girðingarlaga nr. 135/2001. Ljóst er að sjúkdómastaða sauðfjársjúkdóma í Austfjarða- og Suðurfjarðahólfi er ekki hin sama og því skylt að halda varnarlínunni við skv. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Sveitarfélagið harmar því að þurfa að grípa til ofangreindra ráðstafana, en vegna alvarlegrar vanrækslu á viðhaldi girðingarinnar undanfarin ár, er sóttvarnagildi hennar hvort sem er ekki til staðar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

2.Staða framkvæmda, mars 2020

Málsnúmer 202004010

Yfirmaður eignasjóðs fór yfir stöður framkvæmda.

Lagt fram til kynningar.


3.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustígum og pöllum í landi Grundar, Stuðlagil

Málsnúmer 2003120

Erind frá Jökuldal slf. vegna framkvæmda við göngustíga og palla í landi Grundar við Stuðlagil.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir umsókn um framkvæmaleyfi fyrir uppsetningu á göngustígum og pöllum í landi Grundar við Stuðlagil.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að áform um framkvæmd ganga lengra en deiliskipulag gerir ráð fyrir, þar sem útsýnispallur gengur út fyrir gilbrún á tveim stöðum.

Ekki er hægt að svo stöddu að veita framkvæmdaleyfi vegna ósamræmis við deiliskipulag. Umhverfis- og framkvæmdarnefnd óskar eftir að fá ásýndar og 3D teikningar af legu úsýnispalls til að leggja mat á umfang fráviks við deiliskipulag og fá sjónarhorn beggja vegna ár.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

4.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Farið yfir stöðu á miðbæjarskipulagi.

Björn Ingmarsson bæjarstjóri og Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstjórnar fóru yfir vinnu starfshóps og stöðu miðbæjardeiliskipulags.

Lagt fram til kynningar.

5.Beiðni um framkvæmdaleyfi. Vatnsveita við Hálslón

Málsnúmer 202003127

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vatnslagnar fyrir starfsmannaaðstöðu og móttöku ferðamanna við Kárahnjúka.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framkvæmdaleyfi fyrir slóða að vatnsbóli, lagningu á neysluvatnslögn og starfsmannaaðstöðu við Kárahnjúka.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að starfamannaaðstaða kann að vera háð umsagna og leyfa frá bæði Vinnueftirliti og HAUST.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

6.Úlfsstaðaskógur 43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202003107

Úlfsstaðaskógur 43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

7.Brennistaðir 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202003133

Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir gestahúsi í landi Brennistaða

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr
skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar, Hvanná 1

Málsnúmer 202003010

Ósk um framkvæmdaleyfi og afstöðu um matsskyldu vegna skógræktaráforma í land Hvannár 1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að hafa samband við Minjavörð Austurlands vegna áforma. Það er álit umhverfis- og framkvæmdanefndar að framkvæmd falli undir C lið um framkvæmdamat, en kalli ekki á umhverfismat með fyrirvara um afstöðu Minjavarðar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

9.Breyting á lóð og endurnýjun á lóðaleigusamning, Selás 6

Málsnúmer 202004013

Erindi frá lóðarhafa Selás 6. vegna áforma um breytingu á lóð sinni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna breytingu á lóð.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

10.Umsókn um lagnaleið

Málsnúmer 201910174

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur umræðu framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðar með fram Votahvammi sem tengir Ártröð og Brávelli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki lagningu ljósleiðara meðfram Votahvammi sem tengir Ártröð og Brávelli.
Að framkvæmdaleyfi verði háð samningi um nýtingu lands og skilmálum um legu og frágang lagna. Að samningur verði tímabundinn með uppsagnarákvæði.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

11.Fjölnota tæki á íþróttavelli

Málsnúmer 202003052

Erindi frá íþrótta- og tómstundanefnd þar sem farið er yfir tillögu að tækjabúnaði fyrir íþróttavelli.

Umhvefis- og framkvæmdanefnd tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd. Lagt er til að yfirmaður þjónustumiðstöðvar ásamt forstöðumanni íþróttavalla greini hvaða tæki þarf til að uppfylla fyrirhuguð not.

Í vinnslu.

12.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Stórhöfða

Málsnúmer 202004025

Umsókn um skráningu nýrra landeignar í fasteignaskrá úr landi Stórhöfða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn heimili skráningu nýrra landeignar og veiti jákvæða umsögn um landskipti.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.
Það staðfestist hér með fundargerð er í samræmi tölvupóst sem sendur var að fundi loknum og hefur fengið samþykkt nefndarmanna.

__________________________________
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundi slitið.