Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla upplýsinga um hvernig staðið er að þessu hjá öðrum sveitarfélögum og kynna fyrir nefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur umræðu framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðar með fram Votahvammi sem tengir Ártröð og Brávelli.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki lagningu ljósleiðara meðfram Votahvammi sem tengir Ártröð og Brávelli. Að framkvæmdaleyfi verði háð samningi um nýtingu lands og skilmálum um legu og frágang lagna. Að samningur verði tímabundinn með uppsagnarákvæði.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir drög að málsmeðferð og samning um legu lagna á Fljótsdalshéraði.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili samningsgerð og veiti framkvæmdaleyfi í samræmi við þau gögn sem voru lögð fram á fundi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar þar til erindið hefur fengið umfjöllun í stjórn HEF.