Umhverfis- og framkvæmdanefnd

122. fundur 13. nóvember 2019 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndar eftir að bæta við einu máli. Verndarsvæði í byggð og er það fyrst á dagskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

1.Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 201509024

Farið yfir stöðu verkefnisins, verndarsvæði í byggð.

Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun fjallskilasamþykktar Múlasýslna

Málsnúmer 201806043

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggja endurskoðuð drög að fjallskilasamþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að endurskoðuð drög að fjallskilasamþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áfangastaðurinn Austurland, úrbótaganga

Málsnúmer 201811114

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggja fyrir niðurstöður úr Úrbótagöngunni frá því í vor, sem er að finna á heimasíðuni urbotaganga.is

Lagt fram til kynningar



4.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggja tillögur hönnuða að millilofti í Egilsstaðaskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar framkomnum tillögum sem rúmast innan fjárhagsáætlun 2020.

Lagt fram til kynningar

5.Norðvestursvæði Egilsstaðir, deiliskipulag

Málsnúmer 201804035

Til umfjöllunar er óveruleg breyting á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða

Fyrir nefndinni liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Norðvestursvæði Egilsstaða. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. október sl. Engar athugasemdir bárust. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga á óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæði verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



6.Umsókn um lagnaleið

Málsnúmer 201910174

Umsókn um lagnaleið fyrir ljósleiðara.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar þar til erindið hefur fengið umfjöllun í stjórn HEF.

7.Skautasvell

Málsnúmer 201910165

Erindi frá áhugamönnum um gerð skautasvells við Blómabæ.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar áhugamönnum um skautasvell.

Umhverfis- og framkvmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili landnotkun undir skautasvell að svo stöddu. Tillagan hefur lítil sem enginn áhrif á landnotkun svæðis og er að fullu afturkræf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás í Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201811050

Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu. Skilgreindar hafa verið 13 frístundalóðir og ein lóð fyrir hótelrekstur og tjaldstæði. Málið var áður á dagskrá 107 og 112 fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar. Skipulagsbreyting var grenndarkynnt þann 20. mars sl. og barst athugsemd frá Minjastofnun ásamt ábendingu Vegagerðarinnar.

Fyrir nefndinni liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Tunguás. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 22. apríl sl. athugasemdir/ ábendir bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun og brugðist hefur verið við ábendingu vegagerðarinnar og athugasemd Minjastofnunar. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi Tunguás verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Öryggisplan sunnan við Hamragerði 7

Málsnúmer 201911006

Tilkynning til umhverfis- og framkvæmdanefndar um gerð öryggisplans sunna við fjölbýlishúsið að Hamragerði 7, Egilsstöðum.
Athugasemdir frá slökkviliðsstjóra vegna vankanta á brunavörnum hússins eftir úttekt vorið 2019.

Lagt fram til kynningar


10.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Litlabjargsvegar nr. 9199-01 af vegaskrá

Málsnúmer 201910172

Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Litlabjargsvegar nr. 9199-01 af vegaskrá.

Lagt fram til kynningar

11.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Hjaltastaðavegar nr. 943-01 af vegaskrá

Málsnúmer 201910171

Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Hjaltastaðavegar nr. 943-01 af vegaskrá.

Lagt fram til kynningar

12.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Koltröð 1

Málsnúmer 1909060

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarsjórn að hún samþykki niðustöður grenndarkynningar og feli skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



13.Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Þrándarstöðum 7.

Málsnúmer 201908197

Umsókn um byggingarleyfi Þrándarstöðum. Engar athugasemdir hafa borist eftir grenndarkynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarsjórn að hún samþykki niðustöður grenndarkynningar og feli skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Skolphreinsivirkið Árhvammi

Málsnúmer 201910189

Erindi frá íbúum Árhvamms vegna Skólphreinsivirki í Árhvammi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða þá þætti fyrirspurnar sem snúa að leyfisveitingum sveitarfélagsins og kynna fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Anna María Þórhallsdóttir og Unnur Birna Karlsdóttir sátu fyrsta lið fundar.

Fundi slitið - kl. 19:30.