Nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás í Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201811050

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 101. fundur - 14.11.2018

Fyrir hönd landeigenda óskum við eftir heimild að hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags að Tunguási í Jökulsárhlíð. Í gildi er deiliskipulag sem samþykkt var árið 2005 og verður það þá fellt út gildi.

Deiliskipulagið verður í fullu samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrri frístundabyggð(F54) og verslunar- og þjónustusvæði(V13). Deiliskipulagið verður unnið á grunni landskiptingar sem unnin var af Steinsholti árið 2013. Afmörkun landspilda í gildandi deiliskipulagi og landskiptum falla ekki saman.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóð með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 107. fundur - 27.02.2019

Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu. Skilgreindar hafa verið 13 frístundalóðir og ein lóð fyrir hótelrekstur og tjaldstæði.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 108. fundur - 13.03.2019

Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu. Skilgreindar hafa verið 13 frístundalóðir og ein lóð fyrir hótelrekstur og tjaldstæði.

Málið var áður á dagskrá 107. fundar Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki skipulagið og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.122/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 112. fundur - 15.05.2019

Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu. Skilgreindar hafa verið 13 frístundalóðir og ein lóð fyrir hótelrekstur og tjaldstæði. Málið var áður á dagskrá 107. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar. Skipulagsbreyting var grenndarkynnt þann 20. mars sl. og barst athugsemd frá Minjastofnun ásamt ábendingu Vegagerðarinnar.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122. fundur - 13.11.2019

Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu. Skilgreindar hafa verið 13 frístundalóðir og ein lóð fyrir hótelrekstur og tjaldstæði. Málið var áður á dagskrá 107 og 112 fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar. Skipulagsbreyting var grenndarkynnt þann 20. mars sl. og barst athugsemd frá Minjastofnun ásamt ábendingu Vegagerðarinnar.

Fyrir nefndinni liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Tunguás. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 22. apríl sl. athugasemdir/ ábendir bárust frá Vegagerðinni og Minjastofnun og brugðist hefur verið við ábendingu vegagerðarinnar og athugasemd Minjastofnunar. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi Tunguás verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132. fundur - 13.05.2020

Athugasemdir skipulagsstofnunar við breytingu á deiliskipualagi fyrir Tunguás. það er niðurstaða skipulagsstofnunar að tillaga falli ekki undir skilgreiningu um óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem aukning á byggingarmagni geti ekki talist óverulag.

Aðalsteinn Ásmundsson vék af fundi undir þessum lið.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 133. fundur - 27.05.2020

Athugasemdir Skipulagsstofnunar við breytingu á deiliskipulagi fyrir Tunguás. það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að tillaga falli ekki undir skilgreiningu um óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem aukning á byggingarmagni geti ekki talist óveruleg.

Aðalsteinn Ásmundarson vék af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn tillaga verði samþykkt og afgreitt í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 136. fundur - 12.08.2020

Fyrir liggja tvær umsagnir sem bárust við auglýsingu á deiliskipulagstillögu við Tunguás.

Aðalsteinn Ásmundarson vék af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tekið verði tillit til fram kominna athugasemda og þeim vísað til ráðgjafa til viðeigandi lagfæringa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás í samræmi við gögn fundar með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.