Umhverfis- og framkvæmdanefnd

112. fundur 15. maí 2019 kl. 17:00 - 20:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
 • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
 • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
 • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
 • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
 • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu erindi við dagskrá fundarins, Verndarsvæði í byggð, og verður það númer 19.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2020

Málsnúmer 201904140Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2020.

Málið er í vinnslu.

Gestir

 • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 18:00
 • Kjartan Róbertsson - mæting: 18:00

2.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2019

Málsnúmer 201808175Vakta málsnúmer

Til umræðu eru breytingar á starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar vegna breytinga á framkvæmdaþörf.

Málið er í vinnslu.

Gestir

 • Kjartan Róbertsson - mæting: 18:15

3.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020

Málsnúmer 201904139Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja drög að starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2020.

Málið er í vinnslu.

Gestir

 • Kjartan Róbertsson - mæting: 18:30

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi að Fjóluhvammi 3

Málsnúmer 201902042Vakta málsnúmer

Fyrirspurn lóðarhafa um staðsetningu byggingar innan byggingarreits.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að málið fái afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslag nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki eigenda Fjóluhvamms 1 og Smárahvamms 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Farið yfir skýrslu Vegagerðarinnar, Umferðaröryggismat miðbæjarskipulags Egilsstaða.

Lagt fram til kynningar

6.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 201802076Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Egilsstaðaflugvallar tekið til umræðu.

Lögð eru fram svör við athugasemdum vegna deiliskipulags.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki deiliskipulagið og geri svör við athugasemdum að sínum.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn (KS) situr hjá.

7.Beiðni um framkvæmdaleyfi: Bakkavörn á 120 til 180 m löngum kafla á bakka Hálslóns í Kringilsárrana

Málsnúmer 201905058Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdir við bakkavörn verði heimilaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Lausaganga geita

Málsnúmer 201904199Vakta málsnúmer

Erindi frá landeigendum í Skriðdal og Fljótsdalshreppi þar sem óskað er eftir að lagt verði bann við lausagöngu geita á Fljótsdalshéraði. Samsvarandi erindi var einnig sent Fljótsdalshreppi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að afla upplýsinga um hvernig málum er háttað annars staðar í sveitum þar sem geitur eru haldnar og kanna afstöðu nágrannasveitarfélagsins. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð, Kaupvangur 23

Málsnúmer 1903061Vakta málsnúmer

Umsókn um lóðina Kaupvang 23 frá Atla Vilhelm Hjartarsyni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd getur því miður ekki orðið við ósk umsækjanda þar sem lóðinni hefur nú þegar verið úthlutað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

10.Umsókn um lóð, Klettasel 2 - 4

Málsnúmer 201905059Vakta málsnúmer

Umsókn frá Daníel Þorsteinssyni um lóð, Klettasel 2 - 4 á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Klettaseli 2 - 4 verði úthlutað skv. fyrirliggjandi umsókn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um lóð, Bláargerði 47 - 49

Málsnúmer 201905061Vakta málsnúmer

Umsókn frá Daníel Þorsteinssyni um lóð, Bláargerði 47 - 49 á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað skv. fyrirliggjandi umsókn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um lóð, Bláargerði 31 - 35

Málsnúmer 201905060Vakta málsnúmer

Umsókn frá Daníel Þorsteinssyni um lóð, Bláargerði 31 - 35 á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu þar sem lóðinni Bláargerði 35 hefur nú þegar verið úthlutað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskráúr landi Hraungarðs 8

Málsnúmer 201905044Vakta málsnúmer

Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Hraungarðs 8

Lagt fram til kynningar.

14.Ósk um breytingu á deiliskipulagi suðursvæðis

Málsnúmer 1806032Vakta málsnúmer

Niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Suðursvæðis.

Tillaga var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og liggur samþykki fyrir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1904117Vakta málsnúmer

Óskað er eftir heimild til að reisa 60m2 (6x10) stálgrindahús með risþaki á steyptum grunni norðan íbúðarhússins að Lágafelli 4. Hæð í mæni áætluð ca 4,5 m. Teikning kemur í viðhengi af samskonar húsi, óstaðsettu á lóð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að framkvæmdin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin bendir á að til að hægt sé að grenndarkynna þarf staðsetning húsnæðis að vera fast ákveðin og liggja fyrir í þeim gögnum sem send verða út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfanga.

Málsnúmer 201801084Vakta málsnúmer

Grenndarkynning hefur farið fram, framkvæmd var grenndarkynnt fyrir eftirfarandi, Minjastofnun, Isaavia, Hitaveitu Egilsstaða og Fella og landeigendum. Svör bárust frá tveimur aðilum en ekki hafa borist svör frá Minjastofnun og HEF.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði gefið út í samræmi við fyrri ákvörðun, með fyrirvara um afstöðu Minjastofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Breyting á deiliskipulagi Selbrekku, breyting 4.

Málsnúmer 201810041Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er tillaga að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku að lokinni grenndarkynningu. Breyting hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málið er í vinnslu.

18.Nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás í Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201811050Vakta málsnúmer

Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu. Skilgreindar hafa verið 13 frístundalóðir og ein lóð fyrir hótelrekstur og tjaldstæði. Málið var áður á dagskrá 107. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar. Skipulagsbreyting var grenndarkynnt þann 20. mars sl. og barst athugsemd frá Minjastofnun ásamt ábendingu Vegagerðarinnar.

Málið er í vinnslu.

19.Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 201509024Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningum um annars vegar verkefnastjórn og hins vegar um vinnu við gerð húsakönnunar, vegna verkefnisins Verndarsvæði í byggð, á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samningarnir verði samþykktir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:15.