Lausaganga geita

Málsnúmer 201904199

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 112. fundur - 15.05.2019

Erindi frá landeigendum í Skriðdal og Fljótsdalshreppi þar sem óskað er eftir að lagt verði bann við lausagöngu geita á Fljótsdalshéraði. Samsvarandi erindi var einnig sent Fljótsdalshreppi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að afla upplýsinga um hvernig málum er háttað annars staðar í sveitum þar sem geitur eru haldnar og kanna afstöðu nágrannasveitarfélagsins. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 115. fundur - 26.06.2019

Erindi frá landeigendum í Skriðdal og Fljótsdalshreppi þar sem óskað er eftir að lagt verði bann við lausagöngu geita á Fljótsdalshéraði. Samsvarandi erindi var einnig sent Fljótsdalshreppi.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116. fundur - 15.08.2019

Erindi frá landeigendum í Skriðdal og Fljótsdalshreppi þar sem óskað er eftir að lagt verði bann við lausagöngu geita á Fljótsdalshéraði. Samsvarandi erindi var einnig sent Fljótsdalshreppi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd skilur áhyggjur sem fram koma í erindi og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra. Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. (AÁ sat hjá)