Umhverfis- og framkvæmdanefnd

115. fundur 26. júní 2019 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við eftirfarandi málum.
Ósk um afstöðu til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun, Grásteinn, deiliskipulag, Samningur við landeigendur um strenglagningu í landi Fljótsdalshéraðs og Umsókn um lóðinna Fjóluhvamm 4a og b og verða þau númer 11,12,13 og 14.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Landbótasjóður 2019

Málsnúmer 201901205

Fundargerð 98. fundar Landbótasjóðs lögð fram til kynningar.

2.Fundargerð 149. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201905127

Fundargerð 149. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur brýnt að fráveitumálum Mjólkursamsölunar á Egilsstöðum verði komið í viðunandi horf.

Lagt fram til kynningar.

3.Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

Málsnúmer 201906117

Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum.

Lagt fram til kynningar.

4.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Til umfjöllunnar er greinargerð deiliskipulags miðbæjarins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við Bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Lausaganga geita

Málsnúmer 201904199

Erindi frá landeigendum í Skriðdal og Fljótsdalshreppi þar sem óskað er eftir að lagt verði bann við lausagöngu geita á Fljótsdalshéraði. Samsvarandi erindi var einnig sent Fljótsdalshreppi.

Í vinnslu.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr við Furuvelli 11.

Málsnúmer 201904033

Umókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Furuvöllum 11.

Erindið var grenndarkynnt þann 23. maí. sl. ekki bárust athugasemdir við grenndarkynningu og leggur Umhverfis- og framkvæmdanefnd til að máli verði vísað til Bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Málaðar bergmyndir á jörðinni Davíðsstaðir

Málsnúmer 201906118

Umhverfisstofnun hefur borist ábending um að myndir hafa verið málaðar á bergmyndanir á úthéraði á jörðinni Davíðsstaðir, beint á móti afleggjaranum að Hleinagörðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindi Umhverfisstofnunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur íbúa jafnt sem aðra að ganga vel um náttúruna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Leiðrétting á fasteignaskráningu.

Málsnúmer 201906115

Ósk frá eiganda Lagarbrautar 4 um leiðréttingu í fasteignaská.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að skráningu fasteignar verði breytt í samræmi við ósk eiganda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsagnarbeiðni, breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps tillaga á vinnslustigi til umsagnar

Málsnúmer 201906108

Óskað er eftir að umsögn um breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps ásamt umhverfisskýrslu, tillaga er á vinnslustigi

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við Bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá

Málsnúmer 201906125

Umsókn um stofnun fasteigna úr landi Vallarnes og umsögn um landskipti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við Bæjarstjórn að samþykkja stofnun lóða og að jafnframt verði gefinn jákvæð umsögn við tilgreindum landskiptum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Ósk um afstöðu til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun

Málsnúmer 201906113

Ósk Orkusölunnar ehf. um afstöðu Bæjarstjórnar til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun, ákvörðun um gerð deiliskipulags og stöðu aðalskipulags.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd er fylgjandi nýtingu vindorku í sveitarfélaginu en telur nauðsynlegt að skilgreina í komandi endurskoðun aðalskipulags þau svæði sem heimilt verði að nýta til orkuöflunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Grásteinn, deiliskipulag

Málsnúmer 201703008

Til umfjöllunnar er leiðrétt tillaga að deiliskipulagi Grásteins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við Bæjarstjórn að málið fái umfjöllun í samræmi við 3.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhjóða með handuppréttingu.

13.Samingur við landeigendur um strenglagningu í landi Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201906143

Samningur og yfirlýsing um afnotarétt af landi Fljótsdalshéraðs vegna strenglagningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Bæjarráð/-stjórn hafi eftirfarndi þætti í huga við gerð samnings við Landsnet:
Að uppbygging hafi ekki áhrif á áform um notkun á svæði til útivistar í Miðhúsaskógi og nærsvæði, að ekki verði aukið við varanleg ummerki á svæðinu, svo sem línuvegi og öðru því raski sem fylgir uppbyggingu línunar.

Erindi vísað til Bæjarráðs/-stjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um lóðinna Fjóluhvamm 4a og b

Málsnúmer 201906144

Umsókn um lóðina Fjóluhvamm 4a og b ásamt ósk um breyting á lóð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við Bæjarráð/-stjórn að hún úthluti viðkomandi lóðum, jafnframt gerir Umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki athugasemd við umsótt byggingaráform. Nefndin leggur til að ekki verði farið í breytingar á deiliskipulagi fyrr en endanleg byggingaráform liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.