Lagt fram erindi frá Baldri Grétarssyni, þar sem hann biðst lausnar sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs í ráðgjafanefnd Landbótasjóðs. Bæjarráð vísar skipan nýs fulltrúa til bæjarstjórnar.
Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem þakkaði Baldri Grétarssyni fyrir hans störf fyrir Landbótasjóð Norður-Héraðs og fagnaði tilnefningu Jóns Hávarðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að skipa Jón Hávarð Jónsson, sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í ráðgjafanefnd Landbótasjóðs Norður-Héraðs, í stað Baldurs Grétarssonar sem beðist hefur lausnar. Bæjarstjórn þakkar Baldri Grétarssyni kærlega fyrir vel unnin störf á þessum vettvangi um árabil.
Lagt fram til kynningar.