Grásteinn, deiliskipulag

Málsnúmer 201703008

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 65. fundur - 08.03.2017

Lagt er fyrir erindi Björn Sveinssonar fyrir hönd landeiganda, Grásteinn - Tillaga að deiliskipulagi.
Deiliskipulagstillagan er fyrir 0,64ha lands í úr landi Eyvindarár á Fljótsdalshéraði og hlotið hefur nafnið Grásteinn. Land á skipulagssvæðinu er gróinn úthagi, votlendi, mólendi og lítt gróið klapparholt. Deiliskipulagið er unnið af Verkís hf. að beiðni landeiganda. Deiliskipulagið er sett fram í skilmálum þessum, ásamt skipulagsuppdrætti, og skýringaruppdráttum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar í bókun stjórnarfunda HEF og kallar eftir hugmynd að heildar skipulagi svæðisins austan við Borgarfjarðarveg og sunnan við Randaberg.
Erindið verði lagt fram að nýju þegar heildar uppdráttur berst ásamt greinargerð og skýringarmyndum.

Málinu er að öðru leiti frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66. fundur - 22.03.2017

Lagt er fyrir nefndina erindi Björn Sveinssonar hjá Verkís ehf. fyrir hönd landeiganda, Grásteinn - Deiliskipulagstillaga, til umfjöllunar.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 68. fundur - 26.04.2017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst sbr. 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 74. fundur - 09.08.2017

Fyrir liggur Deiliskipulagstillaga - Grásteinn, að afloknu auglýsingaferli. Frestur til að gera athugasemdir var til 12.7.2017. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímabilinu en fyrir liggja ábendingar við tillöguna frá Skipulagsstofnun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa ábendingum Skipulagsstofnunar til skipulagsráðgjafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75. fundur - 23.08.2017

Fyrir liggur Deiliskipulagstillaga - Grásteinn, að afloknu auglýsingaferli. Frestur til að gera athugasemdir var til 12.7.2017. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímabilinu en fyrir liggja ábendingar við tillöguna frá Skipulagsstofnun. Fyrir liggur tillaga þar sem brugðist hefur verið við ábendingum Skipulagsstofnunar.

Málið var áður á dagskrá 74. fundar þann 9. ágúst sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar og fái meðferð skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 76. fundur - 13.09.2017

Fyrir liggur fyrirspurn frá Vegagerðinni vegna tillögu að deiliskipulagi Grásteinn, Eyvindaraá 13.
þar er óskað eftir upplýsingu um hvort deiliskipulag uppfylli ákvæði um þéttleika byggðar í aðlaskipulagi og hvernig vegtengingu við lóð nr. 12 verði háttað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur fram að lóðir sem tillagan nær til eru mismunandi að stærð, allt frá rúmum 300 m2 til nær 5000 m2 á landsvæði sem er einungis 2.5 ha. að stærð.
Því er það ljóst að heildarsvæðið stenst ekki ítrustu viðmið aðalskipulags hvað varðar þéttleika.
Nefndin gerir ráð fyrir að lóð nr. 12 verði tengd þjóðvegi með þeirri vegtengingu sem sýnd er í tillögu samanber liður 1.5 í greinagerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 81. fundur - 22.11.2017

Fyrir fundinum liggur bréf Skipulagsstofnunar þar sem stofnuninn gerir athugsemdir við framsetningu tillögu að deiliskipulagi Grásteins. Einnig fylgja með umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að athugsemdir Skipulagsstofnunnar ásamt fyrirliggjandi umsögnum verði sendar skipulagráðgjafa til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 115. fundur - 26.06.2019

Til umfjöllunnar er leiðrétt tillaga að deiliskipulagi Grásteins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við Bæjarstjórn að málið fái umfjöllun í samræmi við 3.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhjóða með handuppréttingu.