Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 201509024

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 397. fundur - 11.09.2017

Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi og Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið og fóru yfir reglur sem gilda um verndarsvæði í byggð.
Unnin hafa verið drög að könnun um möguleg verndarsvæði í byggð í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði,ásamt húsaskrá, með áherslu á elsta svæðið á Egilsstöðum.
Farið yfir næstu skref, ef ákveðið verður að vinna málið áfram.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til opins fundar, þar sem farið verður yfir og kynntar hugmyndir um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum með hliðsjón af þeim gögnum sem búið er að vinna.
Í framhaldi af fundinum verður málið unnið af umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Atvinnu- og menningarnefnd - 56. fundur - 25.09.2017

Fyrir liggja ýmis gögn vegna verkefnisins Verndarsvæði í byggð sem sveitarfélagið fékk styrk til að gera frá Húsafriðunarsjóði. Meðal annars er hér um að ræða greinargerð um mat á byggð, húsaskrá og samantekt.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 414. fundur - 05.02.2018

Bæjarráð leggur til að hafin verði vinna við umsókn til Minjastofnunar til verkefnisins Verndarsvæði í byggð, sem nái yfir gamla bæinn, þorpið, á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 101. fundur - 14.11.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdarnefnd liggur styrkumsókn í húsfriðunarsjóð til undirbúnings á tillögu að verndarsvæði í byggð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að senda inn umsóknina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110. fundur - 10.04.2019

Tilkynning um styrkveiting úr verkefninu verndarsvæði í byggð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar styrkveitingu til verkefnisins.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 112. fundur - 15.05.2019

Fyrir liggja drög að samningum um annars vegar verkefnastjórn og hins vegar um vinnu við gerð húsakönnunar, vegna verkefnisins Verndarsvæði í byggð, á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samningarnir verði samþykktir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122. fundur - 13.11.2019

Farið yfir stöðu verkefnisins, verndarsvæði í byggð.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 128. fundur - 11.03.2020

Kynning á verkefni verndarsvæði í byggð.

Unnur Birna Karlsdóttir kom á fundinn og fór yfir stöðu verkefnisins: Verndarsvæði í byggð.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 133. fundur - 27.05.2020

Anna María Þórhallsdóttir og Unnur Birna Karlsdóttir kynntu stöðu á verkefninu Verndarsvæði í byggð og fóru yfir næstu þætti verkefnisins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Önnu Maríu og Unni Birnu fyrir kynningu sína á verkefninu Verndarsvæði í byggð.

Mál í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 134. fundur - 10.06.2020

Farið yfir þá þætti sem einkenna byggingar innan svæðis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita eftir ráðgjafa varðandi vinnu við gerð verndarskilmála.

Mál í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 137. fundur - 26.08.2020

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu málsins og þá stefnu sem sett er fram í tillögu að verndarsvæði varðandi varðveislumat og þá umgjörð sem lögð er til varðandi verndun á svæðinu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að undirbúa almenna kynningu á drögum að verndaráætlun.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.