Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.
Rætt um erindi SSA vegna áfallinna lífeyrisskuldbindinga vegna fyrrum starfsmanns Skipulagsstofu Austurlands. Fyrir liggja drög að samningi milli aðildarsveitarfélaganna um skiptingu og yfirtöku á þessum lífeyrisskuldbindinum. Hlutdeild Fljótsdalshéraðs er 33,88% Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að skoða málið og vinna það áfram í samráði við önnur aðildarsveitarfélög SSA.
2.Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017
Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið. Farið yfir stöðuna í verkefninu. Ekki hefur verið lokið við að tengja ljósleiðarann sem leggja átti á síðasta ári milli Lagarfoss og Brúaráss. Verkefni þessa árs, sem einnig er unnið í samvinnu við Rarik, og er lögn strengs frá Fellabæ upp í Rauðalæk er að fara af stað á næstu dögum. Fyrir liggur að nú þarf að fara að sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs vegna verkefna á árinu 2018 og er byrjað að huga að því. Starfsmönnum falið að vinna málið áfram og lista upp næstu möguleika á lagnaleiðum.
Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi og Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið og fóru yfir reglur sem gilda um verndarsvæði í byggð. Unnin hafa verið drög að könnun um möguleg verndarsvæði í byggð í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði,ásamt húsaskrá, með áherslu á elsta svæðið á Egilsstöðum. Farið yfir næstu skref, ef ákveðið verður að vinna málið áfram. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til opins fundar, þar sem farið verður yfir og kynntar hugmyndir um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum með hliðsjón af þeim gögnum sem búið er að vinna. Í framhaldi af fundinum verður málið unnið af umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Stefán Bogi Sveinsson greindi frá leit sinni að keppendum fh. Fljótsdalshéraðs. Bæjarráð fór yfir sviðið og Stefáni Boga síðan falið að vinna málið áfram.
Rætt um erindi SSA vegna áfallinna lífeyrisskuldbindinga vegna fyrrum starfsmanns Skipulagsstofu Austurlands. Fyrir liggja drög að samningi milli aðildarsveitarfélaganna um skiptingu og yfirtöku á þessum lífeyrisskuldbindinum. Hlutdeild Fljótsdalshéraðs er 33,88%
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að skoða málið og vinna það áfram í samráði við önnur aðildarsveitarfélög SSA.