Þátttaka í Útsvari veturinn 2017 - 2018

Málsnúmer 201708085

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 395. fundur - 28.08.2017

Lagt fram erindi frá RÚV, varðandi þátttöku Fljótsdalshéraðs í þættinum Útsvari á næsta vetri.

Bæjarráð samþykkir þátttöku í keppninni og vinnur að liðskipan.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 397. fundur - 11.09.2017

Stefán Bogi Sveinsson greindi frá leit sinni að keppendum fh. Fljótsdalshéraðs. Bæjarráð fór yfir sviðið og Stefáni Boga síðan falið að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 398. fundur - 18.09.2017

Stefán Bogi Sveinsson greindi frá vinnu við leit að keppendum fyrir Fljótsdalshérað í Útsvari veturinn 2017-2018. Stefáni falið að ljúka þeirri vinnu í samræmi við umræðu á fundinum.