Farið yfir hugmyndir Jarðasjóðs varðandi ráðstöfun ríkisjarða.
Farið yfir ritkun prókúru sveitarfélagsins og formlega afgreiðslu slíkra mála, sbr. 49. gr. samþykkta Fljótsdalshéraðs. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
Ræddar innkaupareglur Fjótsdalshéraðs og nýtt regluverk í kringum opinber innkaup sveitarfélaga.
Einnig lagt fram bréf frá Ríkiskaupum um aðild að rammasamningi og drög að nýjum samningi þar um. Bæjarráð samþykkir að gengið verði að nýjum samningi.
Fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Heilbrigðiseftirliti Austurlands 2017 verður Árni Kristinsson, varamaður hans verður Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson.
Stefán Bogi Sveinsson greindi frá vinnu við leit að keppendum fyrir Fljótsdalshérað í Útsvari veturinn 2017-2018. Stefáni falið að ljúka þeirri vinnu í samræmi við umræðu á fundinum.