Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201702139

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 375. fundur - 27.02.2017

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir verkplan varðandi gerð fjárhags- og starfsáætlana fyrir 2018.
Verklagið verðu kynnt fyrir stjórnendum á næsta forstöðumannafundi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 383. fundur - 24.04.2017

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti frumdrög sín að áætlun fyrir árið 2018.
Nú eru nefndir sveitarfélagsins að vinna frumdrög að áætlunum sínum fyrir árið 2018 og skila þeim inn fyrir lok maí. Rammaáætlun verður svo samþykkt og gefin út í byrjun júní.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 387. fundur - 29.05.2017

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar 2018.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 388. fundur - 12.06.2017

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti drög að rammaáætlun ársins 2018, en hann er nú búinn að taka saman upplýsingar frá öllum nefndum og þeirra áætlanir. Einnig hefur hann þróað tekjuspá næsta árs miðað við nýjustu upplýsingar og stöður.

Að lokinni kynningu á drögunum var þeim vísað til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 389. fundur - 19.06.2017

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskárlið og fór ásamt bæjarstjóra yfir rammann sem verið hefur í vinnslu og tillögur að áætlun sem borist hafa frá nefndum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og fjármálastjóra um endanlegan fjárhagsramma málaflokkanna fyrir árið 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 398. fundur - 18.09.2017

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri greindi frá undirbúningi að gerð fjárhagsáætlunar Fjótsdalshéraðs 2018.

Fram kom að gert er ráð fyrir að starfsáætlun nefnda fylgi fjárhagsáætlun þeirra 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 400. fundur - 02.10.2017

Guðlaugur Sæbjörnsson kynnti áætlun sem atvinnu- og menningarnefnd hefur afgreitt og sent til fjármálastjóra. Áætluninni vísað til vinnu við fjárhagsáætlunar 2018.

Skoðuð starfsáætlun ársins 2017 fyrir málaflokk 21 og ræddar breytingar fyrir næsta ár, en gert er ráð fyrir að afgreiða starfsáætlunina samhliða fjárhagsáætlun. Bæjarráð vinnur málið áfram fyrir næstu fundi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 401. fundur - 09.10.2017

Farið yfir áætlun um skatttekjur 2018 og áætlun fyrir málaflokk 21, ásamt starfsáætlun.
Að öðru leyti eru þessar áætlanir áfram í vinnslu.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 402. fundur - 16.10.2017

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2018 og kynnti nokkur vinnuskjöl.
Rætt um formið á fasteignafélagi Iðavalla og stefnt að því að taka það félag inn í eignasjóð um næstu áramót, sem hluta af öðrum fasteignum sveitarfélagsins.
Einnig farið yfir áætlun um greiðslur vegna hjúkrunarheimilisins, en þær tölur eru í samræmi við fyrri útreikninga.
Áætlun Brunavarna á Austurlandi fyrir 2018 og framlag Fljótsdalshéraðs til þeirra skoðað.
Fram kom að von er á áætlunum annarra B-hlutafyrirtækja á næstu dögum.
Síðan kynnti Guðlaugur áætlanir frá íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Þessum áætlunum síðan vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2018.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 403. fundur - 23.10.2017

Fjármálastjóri fór yfir stöðuna varðandi skil nefnda á áætlunum og hvernig þær eru að falla að útgefnum ramma.
Nú hafa flestar nefndir og B hlutastofnanir skilað inn sínum áætlunum og eru flestar þeirra nærri eða innan útgefins ramma.
Fram kom að á næsta fundi munu fjármálastjóri og bæjarstjóri leggja fram samantekna fjárhagsáætlun 2018, sem síðan verður vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð minnir nefndir á að ljúka gerð starfsáætlana, þannig að þær liggi fyrir eigi síðar en við síðari umræðu í bæjarstjórn um miðjan nóvember.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 404. fundur - 30.10.2017

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018 og að þriggja ára áætlun áranna 2019-2021, eins og þau líta nú út eftir að allar nefndir hafa skilað inn sínum áætlunum.

Að lokinni yfirferð samþykkti bæjarráð að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 1. nóvember nk.

Nefndir sveitarfélagsins eru hvattar til að ljúka starfsáætlunum sínum, þannig að hægt verði að afgreiða þær við síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 15. nóvember nk.

Bæjarráð samþykkir að haldinn verði íbúafundur 9. nóvember nk. kl. 17:30 þar sem fjárhagsáætlun 2018 verði til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 264. fundur - 01.11.2017

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018 ásamt þriggja ára áætlun 2019 - 2021, sem vísað var frá bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Eftirtaldir tóku til máls um fjárhagsáætlunina: Björn Ingimarsson, sem kynnti áætlunina og lagði hana fram til fyrri umræðu. Sigrún Blöndal, Gunnar Jónsson, Gunnhildur Ingvarsdóttir og Anna Alexandersdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2018, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunina 9. nóvember kl. 17:30.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 405. fundur - 06.11.2017

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarhlutföll og viðmiðunartölur fyrir árið 2018 verði sem sem hér segir.

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,52%

Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%

Hámark afsláttar verið: 70.630 Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 2.846.000
Hámark 3.735.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 4.002.000
Hámark 5.071.000


Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 406. fundur - 13.11.2017

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019 - 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 265. fundur - 15.11.2017

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram áætlunina til síðari umræðu í bæjarstjórn. Áður hefur hún verið afgreidd af bæjarráði og við fyrri umræðu í bæjarstjórn, auk þess sem hún var kynnt á opnum borgarafundi 9. nóv. sl.


Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2018 nema 4.335 millj. kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 3.936 millj. kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 3.453 millj. kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 3.351 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 293 millj., þar af 177 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 373 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 273 millj. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði og afskriftir er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 223 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af er afkoma A-hluta jákvæð um 134 millj. kr.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 706 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 473 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins 2018 nema nettó 246 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 167 millj. í A hluta.
Afborganir af lánum og leiguskuldbindingum hjá samstæðu A og B hluta verða 541 millj. kr. á árinu 2018, þar af 358 millj. í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 8.050 millj. kr. í árslok 2018 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 4.989 millj. kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 153,5% í árslok 2018. Skuldaviðmið A hluta verður 114,5% í árslok 2018.

Fjárhagsáætlun 2018-2021 í heild sinni er að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi álagningarhlutföll og viðmiðunartölur fyrir árið 2018 verði sem hér segir:
Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,52%
Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%
Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%

Viðmiðunartölur vegna heimildar sveitarfélaga til að lækka fasteignaskatt hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði þessar:

Hámark afsláttar verði: kr. 70.630
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 2.846.000
Hámark 3.735.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 4.002.000
Hámark 5.071.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2019 - 2021, en fyrri umræða fór fram 1. nóvember sl. og var hún birt í Kauphöllinni þann sama dag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.