Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

264. fundur 01. nóvember 2017 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Sigvaldi H Ragnarsson bæjarfulltrúi
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
  • Eyrún Arnardóttir varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201702139

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018 ásamt þriggja ára áætlun 2019 - 2021, sem vísað var frá bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Eftirtaldir tóku til máls um fjárhagsáætlunina: Björn Ingimarsson, sem kynnti áætlunina og lagði hana fram til fyrri umræðu. Sigrún Blöndal, Gunnar Jónsson, Gunnhildur Ingvarsdóttir og Anna Alexandersdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2018, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunina 9. nóvember kl. 17:30.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 403

Málsnúmer 1710012F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 2.5. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 2.5. og bar fram fyrirspurn og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.5. og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram:
  • 2.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 2.2 201702139 Fjárhagsáætlun 2018
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og minnir nefndir á að ljúka gerð starfsáætlana, þannig að þær liggi fyrir eigi síðar en við síðari umræðu í bæjarstjórn 15. nóvember.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Að öðru leyti vísast til afgreiðslu undir lið 1 í þessari fundargerð.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjóra falið, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að fara yfir drög að eigendastefnunni og skila inn umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 2.5 201710002 Samgöngumál
    Bókun fundar Í bæjarráði var lagt fram svarbréf frá Vegagerðinni, þar sem fram kemur að þar sem hvorki liggi fyrir fjárlög komandi árs, né endurskoðuð samgönguáætlun, geti Vegagerðin ekki staðfest verkefni vegna uppbyggingar þjóðvegar í botni Skriðdals og heilsársvegar um Öxi. Svarbréf hefur hins vegar ekki borist frá ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn telur þetta svar Vegagerðarinnar umhugsunarefni, vegna yfirlýsinga ráðherra samgöngumála á Samgönguþingi og aðalfundi SSA á liðnum vikum, þess efnis að á næsta ári yrði farið í uppbyggingu þjóðvegar í botni Skriðdals, sem og að heilsársvegur um Öxi væri forgangsverkefni í vegamálum á Austurlandi.

    Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, ásamt fulltrúa Djúpavogshrepps, átti fund með fulltrúum Vegagerðarinnar þriðjudaginn 24. október sl., þar sem meginumfjöllunarefnið var greinargerð stofnunarinnar vegna flutnings þjóðvegar 1 af Breiðdalsheiði yfir á Suðurfjarðarveg. Að mati sveitarfélaganna var ekki faglega staðið að verki við undirbúning þessa máls, þar sem m.a. er vísað til þess að niðurstöður byggja á fjögurra ára gömlum umferðartölum, og áherslur vegna atvinnuvega s.s. landbúnaðar og stóriðju standast tæpast skoðun. Jafnframt vekur það furðu að ekki skuli hafa verið farið að ósk landshlutasamtakanna, sem á sínum tíma óskuðu eftir mati Vegagerðarinnar varðandi umrætt mál, um að niðurstöður matsins yrðu kynntar samgöngunefnd SSA.
    Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs lýsir yfir vonbrigðum með að virt ríkisstofnun eins og Vegagerðin skuli ekki vanda betur til verka þegar að unnið er að jafn veigamiklu verkefni og þarna var til umfjöllunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 404

Málsnúmer 1710018F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 57

Málsnúmer 1710013F

Til máls tók: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 4.1 201702030 Ormsteiti 2017
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2018.
  • Bókun fundar Málinu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar sem viðhalds- og framkvæmdaverkefni.
  • Bókun fundar Fyrir fundi atvinnu- og menningarnefndar lá tölvupóstur frá Austurbrú með upplýsingum frá Ferðamálastofu um verkefnið „stoðþjónusta upplýsingaveitu“ sem verið er að vinna að. Samkvæmt grunntillögum verkefnisins er lagt til að breyta skipulagi upplýsingaveitna frá árinu 2019.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og lýst vel á tillögurnar en leggur áherslu á að raunhæft fjármagn komi frá ríkisvaldinu til reksturs kjarna- og svæðisveitnanna sem tillögurnar gera ráð fyrir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


    Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 7. október 2017, frá Skúla Birni Gunnarssyni, með beiðni um styrk vegna afmælismálþings til heiðurs Páli Pálssyni á Aðalbóli sjötugum. Málþingið er haldið á vegum Gunnarsstofnuna, Útgáfufélags Glettings og fleiri aðila og verður haldið 4. nóvember.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0583.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 79

Málsnúmer 1710010F

Til máls tók: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Málið er í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Endurbætt samþykkt um viðhald og uppsetningu ljósabúnaðar í dreifbýli lögð fram.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn þær breytingar sem gerðar hafa verið á Samþykkt um viðhald ljósbúnaðar í dreifbýli og þar með samþykktina eins og hún liggur fyrir. Starfsmanni nefndarinnar falið að láta kanna kostnað við að LED-væða lýsingu í dreifbýli.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í umhverfis- og framkvæmdanefnd var lagður fram tölvupóstur frá Jóni Magnúsi Eyþórssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu erindis frá Körfuknattleiksdeild Hattar vegna útikörfuboltavallar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn bendir á að þar sem breytingartillaga að deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits hefur ekki hlotið afgreiðslu getur Umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki afgreitt erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 5.6 201703178 Viðhald kirkjugarða
    Bókun fundar Lög eru fram erindi frá sóknarnefnd Ássóknar og sóknarnefnd Kirkjubæjarkirkju. Þar er óskað eftir fjármagni til viðhalds á girðingum við þessa tvo kirkjugarða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Kostnaður verður greiddur af fjárheimildum 2017.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um byggingarleyfi frá Brynju hússjóði ÖBI fyrir byggingu raðhús á lóðinni Norðurtúni 13-15.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Þar sem í gildandi deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir raðhúsi á lóð 13-15 þá samþykkir bæjarstjórn samkvæmt tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar að láta gera breytingu á deiliskipulaginu. Tillagan fái meðhöndlun samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skiplagsslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Ósk um stækkun lóðar, Miðás 8-10. Málið var áður á dagskrá þann 11. október sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn hafnar þeim hluta erindisins sem snýr að stækkun lóðarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 5.12 201612100 Mýrar 1- Deiliskipulag
    Bókun fundar Málið var áður á dagskrá þann 5. janúar sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við áform landeiganda en bendir á að gera þarf breytingar á aðalskipulagi og jafnframt að gera deiliskipulag fyrir svæðið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 29. mars 2016 og felur í sér að breyta íbúðarsvæði á reit B8 (5,4 ha) í landbúnaðarsvæði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan að breytingunni verði metin óveruleg og hún send Skipulagsstofnun samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 254

Málsnúmer 1710014F

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 6.7 og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 6.7 og svaraði fyrirspurn og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 6.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir fundi fræðslunefndar lá ályktun frá Félagi stjórnenda í leikskólum þar sem lýst er áhyggjum af langri daglegri viðveru barna á leikskólum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn er sammála fræðslunefnd og tekur undir þær áhyggjur sem þar koma fram og óskar eftir að málið verði tekið til umræðu á fundi leikskólastjóra.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu fræðslunefndar óskar bæjarstjórn eftir að sótt verði um ytra mat Menntamálastofnunar á leikskólunum Tjarnarskógi og Hádegishöfða í samræmi við auglýsingu þar að lútandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Sjá lið 5.6.
  • Bókun fundar Sjá lið 5.6.
  • Bókun fundar Sjá lið 5.6.
  • Bókun fundar Sjá afgreiðslu undir dagskrárlið 1.
  • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar tók nefndin undir með félagsmálanefnd og lýsti ánægju sinni með hugmyndir um útfærslu á hinni svokölluðu sænsku leið, sem felur í sér aukna þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Nefndin lagði til að farið verði af stað með tilraunaverkefni til tveggja ára.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela félagsmálastjóra og fræðslustjóra að vinna tillögu varðandi útfærslu verkefnisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Til kynningar.

7.Félagsmálanefnd - 158

Málsnúmer 1710004F

Fundargerðin lögð fram.

8.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 61

Málsnúmer 1710006F

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Ábendingunum vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 8.3 201610093 Hjólabrettarampar
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og leggur til að unnið verði áfram í málinu, en það hefur legið í dvala í langan tíma. Bæjarstjórn samþykkir að fela stjórnendum Egilsstaðaskóla að taka erindið til skoðunar í samráði við fulltrúa ungmennaráðs og skipulags- og byggingarfulltrúa.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Ungmennaráð Fljótsdalshérað sat, ásamt ungmennaráði Fjarðabyggðar, námskeiðið Sýndu hvað í þér býr í dag, fimmtudaginn 19. október 2017, en námskeiðið er haldið á vegum UMFÍ. Tókst námskeiðið vel og þakkar Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs UMFÍ fyrir að standa fyrir námskeiðinu

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og leggur til að sambærilegt námskeið verði haldið árlega fyrir nýja meðlimi ráðsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 8.7 201710034 Landsmót Samfés 2017
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:

    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og fagnar því að samkomur sem þessar séu haldnar í sveitarfélaginu og þakkar Árna Pálssyni, Reyni Hólm Gunnarssyni og starfsfólki Samfés kærlega fyrir frábæra skipulagningu og utanumhald.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.