Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 79

Málsnúmer 1710010F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 264. fundur - 01.11.2017

Til máls tók: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Málið er í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Endurbætt samþykkt um viðhald og uppsetningu ljósabúnaðar í dreifbýli lögð fram.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn þær breytingar sem gerðar hafa verið á Samþykkt um viðhald ljósbúnaðar í dreifbýli og þar með samþykktina eins og hún liggur fyrir. Starfsmanni nefndarinnar falið að láta kanna kostnað við að LED-væða lýsingu í dreifbýli.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í umhverfis- og framkvæmdanefnd var lagður fram tölvupóstur frá Jóni Magnúsi Eyþórssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu erindis frá Körfuknattleiksdeild Hattar vegna útikörfuboltavallar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn bendir á að þar sem breytingartillaga að deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits hefur ekki hlotið afgreiðslu getur Umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki afgreitt erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .6 201703178 Viðhald kirkjugarða
    Bókun fundar Lög eru fram erindi frá sóknarnefnd Ássóknar og sóknarnefnd Kirkjubæjarkirkju. Þar er óskað eftir fjármagni til viðhalds á girðingum við þessa tvo kirkjugarða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Kostnaður verður greiddur af fjárheimildum 2017.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Umsókn um byggingarleyfi frá Brynju hússjóði ÖBI fyrir byggingu raðhús á lóðinni Norðurtúni 13-15.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Þar sem í gildandi deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir raðhúsi á lóð 13-15 þá samþykkir bæjarstjórn samkvæmt tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar að láta gera breytingu á deiliskipulaginu. Tillagan fái meðhöndlun samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skiplagsslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Ósk um stækkun lóðar, Miðás 8-10. Málið var áður á dagskrá þann 11. október sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn hafnar þeim hluta erindisins sem snýr að stækkun lóðarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Málið var áður á dagskrá þann 5. janúar sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við áform landeiganda en bendir á að gera þarf breytingar á aðalskipulagi og jafnframt að gera deiliskipulag fyrir svæðið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 29. mars 2016 og felur í sér að breyta íbúðarsvæði á reit B8 (5,4 ha) í landbúnaðarsvæði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan að breytingunni verði metin óveruleg og hún send Skipulagsstofnun samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.