Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 254
Málsnúmer 1710014F
-
Bókun fundar
Fyrir fundi fræðslunefndar lá ályktun frá Félagi stjórnenda í leikskólum þar sem lýst er áhyggjum af langri daglegri viðveru barna á leikskólum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála fræðslunefnd og tekur undir þær áhyggjur sem þar koma fram og óskar eftir að málið verði tekið til umræðu á fundi leikskólastjóra.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar óskar bæjarstjórn eftir að sótt verði um ytra mat Menntamálastofnunar á leikskólunum Tjarnarskógi og Hádegishöfða í samræmi við auglýsingu þar að lútandi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Sjá lið 5.6.
-
Bókun fundar
Sjá lið 5.6.
-
Bókun fundar
Sjá lið 5.6.
-
Bókun fundar
Sjá afgreiðslu undir dagskrárlið 1.
-
Bókun fundar
Á fundi fræðslunefndar tók nefndin undir með félagsmálanefnd og lýsti ánægju sinni með hugmyndir um útfærslu á hinni svokölluðu sænsku leið, sem felur í sér aukna þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Nefndin lagði til að farið verði af stað með tilraunaverkefni til tveggja ára.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela félagsmálastjóra og fræðslustjóra að vinna tillögu varðandi útfærslu verkefnisins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Til kynningar.
Fundargerðin lögð fram.