Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 254

Málsnúmer 1710014F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 264. fundur - 01.11.2017

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 6.7 og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 6.7 og svaraði fyrirspurn og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 6.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir fundi fræðslunefndar lá ályktun frá Félagi stjórnenda í leikskólum þar sem lýst er áhyggjum af langri daglegri viðveru barna á leikskólum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn er sammála fræðslunefnd og tekur undir þær áhyggjur sem þar koma fram og óskar eftir að málið verði tekið til umræðu á fundi leikskólastjóra.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu fræðslunefndar óskar bæjarstjórn eftir að sótt verði um ytra mat Menntamálastofnunar á leikskólunum Tjarnarskógi og Hádegishöfða í samræmi við auglýsingu þar að lútandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Sjá lið 5.6.
  • Bókun fundar Sjá lið 5.6.
  • Bókun fundar Sjá lið 5.6.
  • Bókun fundar Sjá afgreiðslu undir dagskrárlið 1.
  • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar tók nefndin undir með félagsmálanefnd og lýsti ánægju sinni með hugmyndir um útfærslu á hinni svokölluðu sænsku leið, sem felur í sér aukna þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Nefndin lagði til að farið verði af stað með tilraunaverkefni til tveggja ára.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela félagsmálastjóra og fræðslustjóra að vinna tillögu varðandi útfærslu verkefnisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Til kynningar.