Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

404. fundur 30. október 2017 kl. 09:00 - 11:53 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og honum falið að afla skýringa á launafrávikum á árinu 2017.
Sérstaklega kynnti hann áætlun lífeyrissjóðsins Brúar um viðbótarframlag sveitarfélagsins vegna uppsafnaðs hallareksturs sjóðsins og uppgjörs á framtíðarskuldbindingum.
Tekið hefur verið tillit til þessara áætlana í drögum að fjárhagsáætlun næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201702139

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018 og að þriggja ára áætlun áranna 2019-2021, eins og þau líta nú út eftir að allar nefndir hafa skilað inn sínum áætlunum.

Að lokinni yfirferð samþykkti bæjarráð að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 1. nóvember nk.

Nefndir sveitarfélagsins eru hvattar til að ljúka starfsáætlunum sínum, þannig að hægt verði að afgreiða þær við síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 15. nóvember nk.

Bæjarráð samþykkir að haldinn verði íbúafundur 9. nóvember nk. kl. 17:30 þar sem fjárhagsáætlun 2018 verði til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 24

Málsnúmer 1710020F

Fundargerðin lögð fram.

4.Fundargerð 231. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201710087

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir Ársala b.s. 2017

Málsnúmer 201702058

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Aðalfundur SSA 2017

Málsnúmer 201705045

Lagðar fram ályktanir aðalfundar SSA 2017.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og skrifstofustjóra að flokka ályktanirnar eftir efni þeirra og senda þær síðan til viðkomandi nefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar og upplýsinga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2017

Málsnúmer 201710086

Lagt fram fundarboð á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands, ásamt fylgigögnum, en hann er boðaður á Borgarfirði 17. nóvember nk.

Bæjarráð samþykkir að fela Birni Ingimarssyni umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ungt Austurland.

Málsnúmer 201702061

Lögð fram styrkbeiðni frá félaginu Ungt Austurland, vegna ráðstefnuhalds þess og starfsemi á næsta ári.

Bæjarráð samþykkir að boða fulltrúa Ungs Austurlands til fundar með bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Uppbygging vindorku innan Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201706031

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti drög að svarbréfi til Orkusölunnar, vegna erindis um uppbyggingu vindorku innan Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggandi drög að svarbréfi með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2017 - 2018

Málsnúmer 201708078

Ræddar hugmyndir að dagsetningu á bæjarstjórnarbekknum, sem til stóð að halda 19. okt. sl. en féll niður.

Stefnt verði að því að hafa bæjarstjórnarbekkinn í desember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:53.