Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

406. fundur 13. nóvember 2017 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201702139

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019 - 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017

Málsnúmer 201709040

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.EBÍ Ágóðahlutagreiðsla 2017

Málsnúmer 201711023

Fram kemur í bréfi EBÍ að ágóðahlutdeild Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 verður 1.108.500 kr. sem er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

5.Umsókn um stofnframlag vegna Norðurtúns 13 - 15

Málsnúmer 201711020

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til frekari skoðunar til matsnefndar sveitarfélagsins, í samræmi við reglur Fljótsdalshéraðs um stofnframlög.
Nefndin skili svo niðurstöðu sinni til bæjarráðs.

6.Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201606016

Farið yfir drög að samningi um almenningssamgöngur á Austurlandi og kostnaðarþætti sem liggja til grundvallar því módeli sem verið er að teikna upp.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja það síðan fyrir bæjarráð að nýju.

7.Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201504027

Gunnar Jónsson sagði frá fundi sem haldinn var nýlega um málið og sýn fulltrúa sveitarfélaganna á mál sem þar komu fram.
Málinu vísað til næsta fundar bæjarráðs til frekari umræðu.

Fundi slitið - kl. 11:00.