Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201606016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 344. fundur - 06.06.2016

Kynnt drög að tímabundnu tilraunaverkefni um almenningssamgöngur á leiðinni Egilsstaðaflugvöllur - Hallormsstaður.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við SSA um verkefnið. Jafnframt verði gerð könnun meðal hópferðaleyfishafa á Héraði um áhuga þeirra á því.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Í bæjarráði voru kynnt drög að tímabundnu tilraunaverkefni um almenningssamgöngur á leiðinni Egilsstaðaflugvöllur - Hallormsstaður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að ganga frá samningi við SSA um verkefnið. Jafnframt verði gerð könnun meðal hópleyfishafa á Héraði um áhuga þeirra á því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dagsettur 14. desember 2016, varðandi framtíðarfyrirkomulag almenningssamgangna á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi í stjórn óstofnaðs einkahlutafélags um almenningssamgöngur á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 380. fundur - 27.03.2017

Björn fór yfir ýmsar hugmyndir sem ræddar hafa verið í starfshópnum. Gögn sem fylgja áttu erindinu bárust hins vegar ekki fyrir fundinn og var málinu því frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 381. fundur - 03.04.2017

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir hugmyndir sem ræddar hafa verið í starfshópi um almenningssamgöngur og kynnti bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar til umhverfis- og framkvæmdanefndar, áður en málið verður afgreitt í bæjarráði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 67. fundur - 10.04.2017


Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn um málið.

Það er ósk nefndarinnar að fyrst um sinn verði almenningssamgöngur á vegum sveitarfélagsins ekki lagðar inn í SVAUST.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 383. fundur - 24.04.2017

Kynnt bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs um málið.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu.
Í samræmi við umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar verði gjaldfrjálsar almenningssamgöngur á vegum sveitarfélagsins þó ekki hluti af verkefninu að svo komnu máli.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 406. fundur - 13.11.2017

Farið yfir drög að samningi um almenningssamgöngur á Austurlandi og kostnaðarþætti sem liggja til grundvallar því módeli sem verið er að teikna upp.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja það síðan fyrir bæjarráð að nýju.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 408. fundur - 27.11.2017

Ekki hefur tekist að halda fund með fulltrúum sveitarfélaganna og af þeim sökum er liðnum frestað.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 410. fundur - 11.12.2017

Lögð fram fundargerð stjórnarfundar SvAust frá 6. desember.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í rekstri almenningssamgangna á Austurlandi á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

Bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 414. fundur - 05.02.2018

Bæjarstjóri fór yfir fund sem haldinn var í síðustu viku og kynnti nýjan samning til eins árs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að undirrita nýjan samning.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 418. fundur - 05.03.2018

Björn Ingimarsson fór yfir málefni fundarins, en fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 426. fundur - 07.05.2018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 432. fundur - 09.07.2018

Lagðar fram fundargerðir hlutafafundar og stjórnarfundar SvAust.