Umhverfis- og framkvæmdanefnd

67. fundur 10. apríl 2017 kl. 17:00 - 21:46 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að fjórum málum yrði bætti við, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fjárhagsáætlun 2018 - Umhverfis- og framkvæmdanefndar, Tjarnarbraut, framkvæmd 2017 og Ástand gatna í þéttbýli á Egilsstöðum, og verða þeir liðir nr. 19, 20, 21 og 22.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Lagarfell 3, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201602051


Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir því erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ástand gatna í þéttbýli á Egilsstöðum

Málsnúmer 201704017

Frestað.

3.Tjarnarbraut, framkvæmd 2017.

Málsnúmer 201703084


Fjögur tilboð bárust.

Umhverfis- og framkvæmanefnd samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Austurverk ehf. tilboðið hljóðar upp á 17.567.562,-kr. sem er 78% af kostnaðaráætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fjárhagsáætlun 2018 - Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Málsnúmer 201704023


Rammaáætlun fjárhagsáætlunar Umhverfis- og framkvæmdanefndar lögð fram
til kynningar.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 156

Málsnúmer 1703027F


Lagt fram til kynningar.

6.Frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld)

Málsnúmer 201703177


Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur engar athugasemdir fram að færa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Snjómokstursbifreið

Málsnúmer 201704014


Frestað.

8.Snjósöfnunarsvæði við göngustíg undir Eyvindarárbrúnna

Málsnúmer 201704003


Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að koma ábendingu um að snjólosunarsvæði sé ekki á göngustígnum, fram við þjónustumiðstöð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Göngu - og hjólastígur frá Eyvindarárbrú að Seyðisfjarðarafleggjara

Málsnúmer 201704002


Ekki var gert ráð fyrir slíkum stíg í fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2017, Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar því erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um stofnun nýrra lóða

Málsnúmer 201704001


Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Styrkvegir 2017

Málsnúmer 201703048


Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða umsókn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Kynningarfundur Landsvirkjunar

Málsnúmer 201703083

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.

Gestir

  • Árni Óðinsson - mæting: 17:00
  • Sindri Óskarsson - mæting: 17:00

13.Miðbærinn á Egilsstöðum

Málsnúmer 201703059


Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir að fulltrúar þjónustusamfélagsins mæti á næsta fund nefndarinnar.

14.Kröflulína 3 - Beiðni um umsögn

Málsnúmer 201703175


Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnt sér frummatsskýrslu um Kröflulínu 3 og hefur engar athugasemdir fram að færa.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gefin verði jákvæð umsögn.

Nefndin hvetur framkvæmdaaðila til að gera athugun á því hvort að vegurinn á Efri Jökuldal þoli þá þungaflutninga sem um hann þurfa að fara framkvæmdarinnar vegna. Eins er það skoðun nefndarinnar að framkvæmdin kalli á nýja brú yfir Jökulsá á Dal milli Hákonarstaða og Klaustursels.

Nefndin leggur áherslu á að framkvæmdin verði unnin í sátt við landeigendur, ábúendur og náttúruna, þá sérstaklega votlendis og gróðursvæða á Fljótsdalsheiði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um lóð í miðbæ Egilsstaða

Málsnúmer 201703115


(ÁK) Vék af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja viðræður við Póstinn um lóðarmál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun/Ketilsstaðir 1 og 2

Málsnúmer 201611003


Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið innsendar ábendingar, greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi Ketilsstaða og deiliskipulagsuppdrátt Strympu.

Nefndin óskar eftir breyttum uppdrætti deiliskipulags þar sem komið verði á móts við ábendingar Vilhjálms Emil Vilhjálmssonar.

Erindið verði lagt fram að nýju þegar gögn berast.

17.Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201606016


Umhverfis- og framkvæmdanefnd veitir jákvæða umsögn um málið.

Það er ósk nefndarinnar að fyrst um sinn verði almenningssamgöngur á vegum sveitarfélagsins ekki lagðar inn í SVAUST.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Breyting á deiliskipulagi Unalækjar

Málsnúmer 201702029

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Unalækjar þannig að á lóðunum A6 og B2 verði heimilt að vera með sölu á gistingu.

Í meðfylgjandi skjali eru svör við innkomnum athugasemdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Heiðagæsarannsóknir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar árið 2016

Málsnúmer 201704012


Lagt fram til kynningar.

20.Umsókn um stofnun nýrrar landeignar

Málsnúmer 201703089


Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Rafbílavæðing

Málsnúmer 201702095


Afgreiðsla nefndarinnar frá 65. fundi verði óbreytt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Jón Steinar Garðarsson Mýrdal - mæting: 18:45
  • Freyr Ævarsson - mæting: 18:45

22.Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum og Fellabæ

Málsnúmer 201609049

Framvinda vinnu er lögð fram til kynningar.

Málið verði lagt fram að nýju á næsta fundi Umhverfis- framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Anna Katrín Svavarsdóttir - mæting: 18:00
  • Freyr Ævarsson - mæting: 18:00

Fundi slitið - kl. 21:46.