Lagt er fyrir erindi Þórhalls Pálssonar fyrir hönd lóðarhafa, um breytingar á deiliskipulagi fyrir Unalæk A6 og B2. Óskað er eftir að breyta greinargerð skipulags, heimila sölu gistingar á lóðunum Unalækur A6 og B2.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd metur svo að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Unalækjar sé að ræða. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falin úrlausn málsins skv. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar sbr. 3.mgr.44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Unalækjar þannig að á lóðunum A6 og B2 verði heimilt að vera með sölu á gistingu.
Í meðfylgjandi skjali eru svör við innkomnum athugasemdum.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur niðurstaða úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála, þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Flótsdalshéraðs um samþykkt breytinga á deiliskipulagi fyrir lóð A6 og B2 Unalæk.
Umverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulag verði auglýst að nýju í samræmi við 2.mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.
Breyting á deiliskipulagi Unalækjar. Mál var áður á dagskrá þann 28. nóvember sl.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir málið. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Unalækjar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr.123/2010
Óskað er eftir að breyta greinargerð skipulags, heimila sölu gistingar á lóðunum Unalækur A6 og B2.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd metur svo að um óverulega breytingu á deiliskipulagi Unalækjar sé að ræða.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falin úrlausn málsins skv. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar sbr. 3.mgr.44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.