Umhverfis- og framkvæmdanefnd

102. fundur 28. nóvember 2018 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við máli, ósk um breytingu aðalskipulags, Geitdalsvirkjun og er mál nr. 14 ef tími gefst til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Mýravegar af vegaskrá

Málsnúmer 201811098Vakta málsnúmer

Tilkynning frá Vegagerðinni um áform um niðurfellingu vegar nr. 9396-01 Mýravegur af vegaskrá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd mótmælir niðurfellingu Mýravegar af vegaskrá þó föst búseta sé ekki þar um stundarsakir. Um er að ræða bújörð í fullum rekstri og húsakostur nýttur í þeim búrekstri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Fögruhlíðarvegar af vegaskrá

Málsnúmer 201811123Vakta málsnúmer

Tilkynning frá Vegagerðinni um áform um niðurfellingu vegar nr. 9182-01 Fögruhlíðarvegi af vegaskrá.

Lagt fram til kynningar.

3.Beiðni um umsögn vegna landskipta, Hrafnabjörg 4

Málsnúmer 201811065Vakta málsnúmer

Erindi frá landeiganda þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti Hrafnabjörgum 4.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur ekki athugasemd við landsskipti úr Hrafnabjörgum 4 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og mælir með því við bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um fyrirhuguð landsskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Hof 2 vegstæði.

Málsnúmer 201811138Vakta málsnúmer

Erind frá landeigendurm á Hofi 1 og 2 þar sem óskað er eftir að stofnuð verði ný lóð úr landi Hofs fyrir vegstæði, einnig er óskað eftir umsögn um landskipti.

Í vinnslu

5.Breytingar á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar og deiliskipulagi í Lönguhlíð

Málsnúmer 201811133Vakta málsnúmer

Ósk um umsögn um breyting á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstað, breyting á landnotkun í Lönguhlíð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Breyting á deiliskipulagi Unalækjar

Málsnúmer 201702029Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi Unalækjar. Mál var áður á dagskrá þann 14. nóvember sl.

Mál í vinnslu.

7.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Í vinnslu

8.Beiðni um breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3.

Málsnúmer 201801100Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Kröflulínu 3.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki breytingartillögu í samræmi við 32. gr. laga nr.123/2010. Tillaga að breytingu hefur verið í auglýsingu og ekki hafa borist athugasemdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Sparkvöllur á suðursvæði, Egilsstöðum.

Málsnúmer 201809019Vakta málsnúmer

Kostnaðar- og framkæmdaáætlun vegna sparkvallar lögð fram til umræðu.

Frestað til næsta fundar.

10.Breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 og deiliskipulagi Kröfluvirkjunar.

Málsnúmer 201811062Vakta málsnúmer

Tilkynning athugasemd-/ umsagnarfrest við lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps, Kröfluvirkjun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Tjarnargarðurinn

Málsnúmer 201811139Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur frá annars vegar nemendum í Egilsstaðaskóla og hins vegar frá Þjónustusamfélaginu á Héraði, varðandi Tjarnargarðinn.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar innsend erindi. Þau verða höfð til hliðsjónar við vinnslu máls.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Minkaveiðar - ósk um samning

Málsnúmer 201811145Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um að gerast minkaveiðimaður á vegum Fljótsdalshéraðs.

Verkefnastjóra umhverfismála falið að svara umsækjanda í samræmi við umfjöllun á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Endurskoðun fjallskilasamþykktar Múlasýslna

Málsnúmer 201806043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um leiðréttingar sem varða Fljótsdalshérað, á 26. gr. gildandi Fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur, þar sem tilgreindar eru allar aðal- og aukaréttir fjallskiladeilda.

Verkefnastjóra umhverfismála falið að óska eftir upplýsingum frá fjallskilastjórum um aðal- og aukaréttir fjallskiladeilda á Fljótsdalshéraði.Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Ósk um breyting aðalskipulags, Geitdalsvirkjun

Málsnúmer 201811150Vakta málsnúmer

Erindi frá Artic Hydro þar sem óskað er eftir breyting á aðalskipulags Fljótsdalshéraðs vegna virkjunaráform í Geitdalsá.

Frestað til næsta fundar.
Freyr Ævarsson sat fundinn undir lið 11,12 og 13

Fundi slitið - kl. 20:00.