Verklýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breyting er vegna virkjunaráforma Artic Hydro á Geitdalsá.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki verklýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og að málið fái meðferð í samræmi við 30. gr. laga nr.123/2010.
Umsagnir um breytingu aðalskipulags vegna Geitdalsvirkjunnar.
Umsagnir sem bárust lagðar fram til kynningar fyrir nefndina. Skipulags- og byggingafulltrúa falið að koma athugasemdum á framfæri við skipulagsráðgjafa og umsækjanda.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að matsáætlun. Tillagan verður einnig tekin fyrir í umhverfis- og framkvæmdanefnd og náttúruverndarnefnd.
Fyrir fundinum liggja drög að matsáætlun vegna umhverfismats fyrir Geitdalsvirkjun. Einnig áður kynnt drög að verkefnislýsingu. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi situr fundinn undir þessum lið til þess að fara yfir feril málsins, stöðu þess og lögbundna aðkomu náttúruverndarnefndar að því.
Fram kom að frestur til að skila athugasemdum við matsáætlun vegna umhverfismats er liðinn. Náttúruverndarnefnd mun því ekki skila inn ábendingum vegna hennar en hún var tekin fyrir hjá bæjarráði og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Á fundinum koma fram að skipulags- og byggingarfulltrúi mun óska eftir umsögn náttúruverndarnefndar um tillögu að verklýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi sem tekin verður fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Einnig mun verða óskað umsagnar náttúruverndarnefndar um endanlega tillögu að aðalskipulagsbreytingu þegar hún liggur fyrir síðar í ferlinu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Gestir
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi - mæting: 15:00
Fyrir náttúruverndarnefnd liggur að veita umsögn um lýsingu á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Náttúruverndarnefnd bendir á að fyrirhuguð framkvæmd hefur í för með sér rask á ósnortnu landi á svæði sem meðal annars fellur innan miðhálendislínu. Nefndin telur að almennt verði að gera þá kröfu að þeir hagsmunir sem réttlæta að farið sé í slíka framkvæmd liggi fyrir og séu tilgreindir þegar sveitarstjórn tekur ákvörðun um að breyta aðalskipulagi í þágu þess. Náttúruverndarnefnd telur eðlilegt að niðurstaða umhverfismats á framkvæmdinni liggi fyrir áður en tillaga til breytingar á aðalskipulagi verður tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn. Að öðru leyti áskilur nefndin sér rétt til að veita umsögn um tillöguna þegar hún liggur endanlega fyrir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ruth Magnúsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: Gert er ráð fyrir að umsvif vegna Geitdalsvirkjunar verði á svæði sem í dag er að miklu leyti ósnortið víðerni. Fleiri virkjanakostir eru í umræðunni á svæðinu, sem tilheyrir að hluta öðrum sveitarfélögum. Samráð sveitarfélaga um framtíðarsýn, gildi og nýtingu svæðisins er brýnt áður en breytingar verða gerðar á skipulagi þess. Æskilegt væri að Fljótsdalshérað hefði frumkvæði að slíku samráði.
Frestað til næsta fundar.