Fyrir liggur ósk um leiðréttingar sem varða Fljótsdalshérað, á 26. gr. gildandi Fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur, þar sem tilgreindar eru allar aðal- og aukaréttir fjallskiladeilda.
Verkefnastjóra umhverfismála falið að óska eftir upplýsingum frá fjallskilastjórum um aðal- og aukaréttir fjallskiladeilda á Fljótsdalshéraði.
Fyrir liggur ósk um leiðréttingar sem varða Fljótsdalshérað, á 26. gr. gildandi fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur, þar sem tilgreindar eru allar aðal- og aukaréttir fjallskiladeilda.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu að aðal- og aukaréttum í sveitarfélaginu. Einnig teljast allar heimaréttir aukaréttir.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggja endurskoðuð drög að fjallskilasamþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að endurskoðuð drög að fjallskilasamþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi verði samþykkt.
Verkefnastjóra umhverfismála falið að óska eftir upplýsingum frá fjallskilastjórum um aðal- og aukaréttir fjallskiladeilda á Fljótsdalshéraði.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.