Beiðni um breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3.

Málsnúmer 201801100

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 84. fundur - 24.01.2018

Erindi frá Landsnet þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 vegna breytingar á línuleið Kröflulínu 3. við Núpaskot.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028. þar sem línuleið Kröflulínu 3. við Núpaskot verði breytt. Þar sem breytinginn fellur undir umhverfsimat áætlanna skal umhverfismat unnið samhliða breytingunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 89. fundur - 11.04.2018

Lögð er fram Skipulags- og matslýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 2028 sem felur í sér breytingu á legu Kröflulínu 3. á 10. km. kafla frá Núpaskoti að Sauðahnjúk.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fá umfjöllun í samræma við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 205/2006

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 92. fundur - 23.05.2018

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur Skipulags- og matslýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028 að aflokinni kynningu.

Ábendingar bárust frá Vegagerðinni og Landgræðslu ríkissins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði unnin í samræmi við auglýsta lýsingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 93. fundur - 27.06.2018

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur til umfjöllunar breytingu á Kröflulína 3. þar sem fyrirhuguð er breyting á lagnalínu á um 10 km innan Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki breytingu aðalskipulags í samræmi við tillögu Landsnets um legu Kröflulínu 3. og fái hún afgreiðslu í samræmi við 30. gr. laga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 98. fundur - 26.09.2018

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur borist yfirferð Skipulagsstofnunar á breytingu á aðalskipulagi vegna Kröflulínu 3.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga verði auglýst í samræmi við 31. gr skipulagslaga nr. 122/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 102. fundur - 28.11.2018

Til umfjöllunar er breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Kröflulínu 3.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki breytingartillögu í samræmi við 32. gr. laga nr.123/2010. Tillaga að breytingu hefur verið í auglýsingu og ekki hafa borist athugasemdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.