Umhverfis- og framkvæmdanefnd

98. fundur 26. september 2018 kl. 17:00 - 20:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við máli nr. 11, umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á húsi. Bláskógar 11.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Beiðni um breytt nöfn á fasteignum úr landi Ekkjufells

Málsnúmer 201809060

Erindi frá landeiganda þar sem óskað er eftir breytingum á nöfnum landeigna í fasteignaskrá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir beiðni um breytt nöfn og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið í samræmi við fyrirliggjandi beiðni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skipulag og frágangur skólalóða Egilstaðaskóla

Málsnúmer 201809061

Erindi frá stjórnendum Egilsstaðaskóla vegna skipulags og frágangs skólalóða Egilsstaðaskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með stjórnendum að nauðsynlegt er að ljúka við frágang lóðarinnar þegar fjárhagslegt rými skapast til framkvæmda þar. Lagt er til að ómerkt gangbraut yfir Tjarnarlönd verði merkt með skilti og áætlun unninn um viðbrögð við athugasemdum HAUST vegna slysahættu á lóð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Spennuhækkun austfjarðahrings - breytingar á skipulagi

Málsnúmer 201808172

Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um Eskifjarðarlínu 1, lagningu jarðstrengs og niðurrif loftlínu.

Lagt fram til kynningar

4.Sparkvöllur á suðursvæði, Egilsstöðum.

Málsnúmer 201809019

Staðsetning sparkvallar á suðursvæði.

Lagt fram til kynningar

5.Göngustígur meðfram lóð N1

Málsnúmer 201809108

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir tillaga að umbótum á göngustíg meðfram lóð N1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundargerð 143. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201809077

Fundargerð 143. fundar Heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.

7.Beiðni um breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3.

Málsnúmer 201801100

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur borist yfirferð Skipulagsstofnunar á breytingu á aðalskipulagi vegna Kröflulínu 3.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga verði auglýst í samræmi við 31. gr skipulagslaga nr. 122/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfanga.

Málsnúmer 201801084

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar svar Skipulagsstofnunar við fyrirspurn nefndarinnar um flokkun fráveituframkvæmda vegna umhverfismats.

Skipulagsstofnun metur það svo að fyrirhugaðar framkvæmdir falli undir tl. 11.05 í 1. viðauka laga um umhverfismat 106/2000 og séu því tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu skv. 6. gr. laganna. Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til HEF að tilkynna framkvæmdina til stofnunarinnar til ákvörðunar um matsskyldu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803145

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2019.

Í vinnslu

10.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2019

Málsnúmer 201808175

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur gerð starfsáætlunar fyrir 2019.

Í vinnslu

11.Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á húsi. Bláskógar 11

Málsnúmer 201808083

Byggingarleyfi fyrir breytingu á Bláskógum 11 var grenndarkynnt þann 17. ágúst sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:15.