Spennuhækkun austfjarðahrings - breytingar á skipulagi

Málsnúmer 201808172

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 96. fundur - 29.08.2018

Til stendur að rífa niður hluta af Eskifjarðarlínu 1 ofan jörðu og leggja þess í stað jarðstreng. Ástæða þess er spennuaukning í kerfinu úr 66 kV í 132 kV. Með framkvæmdinni er sá hluti Eskifjarðarlínu 1, sem staðsettur er næst tengivirkinu Eyvindará, tengdur við þann hluta línunnar sem er nú þegar byggður fyrir 132 kV spennu. Tengivirkið Eyvindará er staðsett rétt norðan við Egilsstaði og liggur strengleið á landi Steinholts og Miðhúsa en nú þegar hefur átt sér stað samráð við landeigendur. Jarðstrengurinn þverar Miðhúsaá og fer í gegnum Miðhúsaskóg á um 500 metra kafla. Sameinast jarðstrengurinn núverandi kerfi í mastri nr. 13 á Eskifjarðarlínu 1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar spennuhækkun á Eskifjarðarlínu 1. Nefndin telur fyrirhugaðar breytingar rúmast innan gildandi skipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 98. fundur - 26.09.2018

Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um Eskifjarðarlínu 1, lagningu jarðstrengs og niðurrif loftlínu.

Lagt fram til kynningar