Umhverfis- og framkvæmdanefnd

95. fundur 15. ágúst 2018 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Alexandersdóttir bæjarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við tveimur erindum, það eru:
umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhús að Ártúni 11 - 17 og umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á Bláskógum 11. og verða þau erindi númer 19 og 20.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 163

Málsnúmer 1808003F

Fundargerð 163. fundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
  • 1.1 201808026 Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging lóð 2. Ekkjufell
  • 1.2 201808024 Umsókn um byggingarleyfi, iðnaðarhúsnæði Miðási 22
  • 1.3 201807030 Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á innra skipulagi.
  • 1.4 201806146 Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytng á viðbygging við Furuvelli 5

2.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016.

Málsnúmer 201401135

Farið var yfir deiliskipulag miðbæjarins eins og það var kynnt á fundi nefndarinnar 27. júní sl. Málið áfram í vinnslu.

3.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 201802076

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar erindinu til að færi gefist til nánari úrvinnslu þeirra athugasemda sem borist hafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ósk um breytingu á deiliskipulagi Hamragerði 3, 5 og 7

Málsnúmer 201808028

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu en ítrekar að þegar til framkvæmda verður gengið á þessum stað verði gætt að því að frágangur á svæðinu verði í samræmi við gildandi skipulag þannig að gróður dempi hugsanlega hljóðmengun frá vellinum en jafnframt verði rask á svæðinu eins lítið og mögulegt er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um leiðréttingu á lóðarstærð og landskipti.

Málsnúmer 201808025

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur jafnframt áherslu á að tryggð verði aðkoma að Kirkjubæ með þinglýstri kvöð á lóð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um stofnun lögbýlis, Árteigur

Málsnúmer 201808027

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging lóð 2 Ekkjufell

Málsnúmer 201808026

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um byggingarlóð / hesthús

Málsnúmer 201808009

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindis.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Beiðni um breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3.

Málsnúmer 201801100

Lagt fram til kynningar.

10.Skriðdals- og Breiðdalsvegur - Framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 201802037

Lagt fram til kynningar.

11.Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.

Málsnúmer 201807038

Lagt fram til kynningar.

12.Varmadælulausn í Brúarásskóla.

Málsnúmer 201805116

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

Á fundinn mættu Kjartan Róbertsson, yfirmaður eignasjóðs, og Björgvin Steinar Friðriksson hjá Verkráð og fóru yfir hagkvæmni á uppsetningu á varmadælum við Brúarásskóla.

Mál í vinnslu.

Guðný Margrét Hjaltadóttir og Guðrún Ásta Friðbertsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

13.Lausaganga búfjár, fjallskil og fl.

Málsnúmer 201808016

Lagt fram til kynningar.

14.Fundur fjallskilastjóra 2018

Málsnúmer 201807040

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir eftirfarandi bókun frá fundi fjallskilastjóra: "Þess er krafist að Matvælastofnun sjái til þess að sauðfjárveikivarnargirðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar."

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafa til hliðsjónar fundargerð fjallskilastjóra við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar 2019. Nefndin felur verkefnisstjóra umhverfismála að afla frekari upplýsinga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Samningur um grenjaleit og refaveiðar

Málsnúmer 201808044

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Rafbílavæðing

Málsnúmer 201702095

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning með fyrirvara um álit lögfræðings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi frestað til kl. 17.00 þann 16. ágúst. nk.

Af fundi viku þær Guðfinna Harpa Árnadóttir og Anna Alexandersdóttir.

17.Átak í friðlýsingum, svæði í verndarflokki rammaáætlunar.

Málsnúmer 201808005

Erindi frá Umhverfisstofnun þar sem farið er yfir áform um átak í friðlýsingu á svæðum í verndarflokki rammaáætlunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar erindi til náttúruverndarnefndar.

Lagt fram til kynningar.

Guðný Margrét Hjaltadóttir og Guðrún Ásta Friðbertsdóttir sátu fundinn frá og með þessum lið.

18.Vetrarþjónusta í dreifbýli.

Málsnúmer 201807009

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fól skipulags- og byggingarfulltrúa í samstarfi við formann nefndarinnar og Vegagerðina að undirbúa verklagsreglur og samninga um vetrarþjónustu í dreifbýli sem tekið skyldi til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

Farið yfir stöðu vinnu við verklagsreglur.

Í vinnslu.

19.Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi, Ártúni 11- 17

Málsnúmer 201808082

Fyrirpurn frá Hrafnkeli Elíssyni vegna byggingaráforma að Ártúni 11- 17.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við áform og leggur til við bæjarstjórn að erindi fá afgreiðslu í samræmi við 3.mgr. 43.gr. laga nr.122/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á húsi. Bláskógar 11

Málsnúmer 201808083

Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á Bláskógum 11 þar sem óskað er eftir að gera breytingar á þaki.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að erindið fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. laga nr. 122/2010

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.