Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.

Málsnúmer 201807038

Náttúruverndarnefnd - 10. fundur - 21.09.2018

Erindi frá Umhverfisstofnun þar sem því er beint til sveitarfélaganna að vera vakandi fyrir ólöglegum skiltum í náttúru landsins. Greint er frá reglum náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og reglugerðar nr. 941/2011 um auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis. Þá er leitast við að útskýra hvað telst vera látlaust auglýsingaskilti.

Náttúruverndarnefnd samþykkir að fela starfsmanni að kynna gildandi reglur og viðmið sem kynnt eru í erindi Umhverfisstofnunar með auglýsingu, ásamt því að óska eftir ábendingum frá íbúum um auglýsingar sem ekki eru í samræmi við þær. Nefndin taki að því loknu saman ábendingar og sendi stofnuninni til viðeigandi meðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 11. fundur - 22.10.2018

Farið yfir drög að auglýsingu sem nefndin hyggst birta til að minna á gildandi lög og reglur um auglýsingar utan þéttbýlis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að láta birta auglýsinguna á prent- og vefmiðli á Austurlandi sem fyrst. Jafnframt verði auglýsingin birt á heimasíðu sveitarfélagsins og á samfélagsmiðlum þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 12. fundur - 25.02.2019

Farið yfir viðbrögð við auglýsingu varðandi auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis, sem náttúruverndarnefnd lét birta í nóvember sl.

Náttúruverndarnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að koma framkomnum ábendingum á framfæri við Umhverfisstofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 13. fundur - 24.06.2019

Lögð fram samskipti sveitarfélagsins og Umhverfisstofnunar í kjölfar afgreiðslu náttúruverndarnefndar á erindi stofnunarinnar vegna auglýsinga utan þéttbýlis.

Formanni náttúruverndarnefndar er falið að ræða við fulltrúa umhverfisstofnunar um málsmeðferð stofnunarinnar í tengslum við ábendingar um ólöglegar auglýsingar utan þéttbýlis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.