Náttúruverndarnefnd

12. fundur 25. febrúar 2019 kl. 16:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Sigríður Ruth Magnúsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Ályktun vegna Úthéraðs - frá stjórnarfundi NAUST

Málsnúmer 201902072

Ályktun frá stjórnarfundi NAUST sem bæjarráð vísaði til náttúruverndar- og umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd tekur undir að rétt sé að málið fái ítarlega umfjöllun við endurskoðun aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Friðlýsing / Norðurland - vatnasvið Jökulsár á Fjöllum: 12 Arnardalsvirkjun og 13 Helmingsvirkjun

Málsnúmer 201810143

Til kynningar er tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í samræmi við niðurstöðu rammaáætlunar. Málið hefur þegar hlotið afgreiðslu hjá bæjarstjórn sem gerði ekki athugasemd við tillöguna.
Áform um friðlýsingu svæðisins höfðu verið kynnt náttúruverndarnefnd áður en formleg tillaga lá fyrir
og gerði nefndin þá ekki athugasemd við áformin.

Lagt fram til kynningar

3.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Málsnúmer 201812122

Til kynningar er tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd. Bæjarstjórn staðfesti tilnefningu umhverfis- og framkvæmdanefndar sem gerð var í samráði við formann náttúruverndarnefndar.

Fulltrúi Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps í vatnasvæðanefnd er Karl Lauritzson en Djúpavogshreppur tilnefnir fulltrúa til vara fyrir hann.

Lagt fram til kynningar.

4.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2018

Málsnúmer 201810130

Til kynningar er ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sem haldinn var á Flúðum 8. nóvember 2018 og formaður náttúruverndarnefndar sótti.

Formaður nefndarinnar gerði grein fyrir fundinum sem og Umhverfisþingi sem fram fór daginn eftir og formaður sótti einnig.

Gögn af báðum fundum eru aðgengileg á netinu.

Lagt fram til kynningar.

5.Kolefnisjöfnun Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201809020

Til umræðu eru mögulegar leiðir til að meta kolefnisspor Fljótsdalshéraðs. Erindið var áður á dagskrá 10. fundar náttúruverndarnefndar þann 21. september 2018. Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir málið og kynnti nokkra möguleika á kolefnisbókhaldi og mati á kolefnisspori sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd felur verkefnisstjóra umhverfismála að gera tillögu um hvernig sveitarfélagið
getur haldið utan um kolefnisspor sitt og sett fram markmið til að draga úr því. Málið verði tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201902089

Farið yfir möguleg næstu skref hvað varðar friðlýsingar á Fljótsdalshéraði og m.a. sagt frá fundi sem formaður og starfsmaður náttúruverndarnefndar áttu með fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Umhverfisstofnunar.

Á fundinum var rætt um alls sjö svæði eins og fram kemur í minnisblaði af fundinum. Þar af er þrjú, Eyjólfsstaðaskóg, Egilsstaðaskóg og Egilsstaðakletta, að finna á gildandi náttúruverndaráætlun. Hin fjögur svæðin eru Stórurð og nærliggjandi svæði í Hjaltastaðaþinghá, Grímstorfa í Hafrafelli, Þingmúli/Múlakollur í Skriðdal og Stuðlagil, Stuðlafoss og Eyvindarárgil á Jökuldal.
Fulltrúi landeigenda Hrafnabjarga sat fundinn þegar rætt var um mögulega friðlýsingu Stórurðar og nærliggjandi svæða og fulltrúi landeigenda Egilsstaða þegar rætt var um mögulega friðlýsingu Egilsstaðaskógar og Egilsstaðakletta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd óskar eftir því að af hálfu friðlýsingateymis Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins verði aflað frekari gagna varðandi þau svæði í sveitarfélaginu sem eru á náttúruverndaráætlun svo unnt sé að móta skýrari afstöðu sveitarfélagsins til friðlýsingar þeirra í einhverri mynd.
Jafnframt er formanni nefndarinnar, í samráði við verkefnastjóra umhverfismála, falið að ræða við fulltrúa umhverfis- og framkvæmdanefndar um kosti þess og galla að vinna að friðlýsingu Selskógar sem fólkvangs samhliða yfirstandandi vinnu við deiliskipulag svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir því við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að hafin verði vinna við friðlýsingu jarðanna Hrafnabjarga, Unaóss og Heyskála í Hjaltastaðaþinghá, að hluta eða í heild, með sérstakri áherslu á Stórurð. Lögð er áhersla á að samstarfshópur þar sem fulltrúar landeigenda og sveitarfélagsins eigi sæti verði skipaður sem fyrst og að þeim hópi verði falið að móta nánari tillögur um flokkun og umfang friðlýsingar og friðlýsingarskilmála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd felur formanni nefndarinnar, í samráði við verkefnastjóra umhverfismála, að afla frekari upplýsinga um afstöðu landeigenda, ábúenda og annarra hagsmunaaðila til mögulegrar friðlýsingar Grímstorfu í Hafrafelli, Þingmúla/Múlakolls í Skriðdal og Stuðlagils, Stuðlafoss og Eyvindarárgils á Jökuldal. Jafnframt að afla frekari gagna um verndargildi viðkomandi svæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

7.Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.

Málsnúmer 201807038

Farið yfir viðbrögð við auglýsingu varðandi auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis, sem náttúruverndarnefnd lét birta í nóvember sl.

Náttúruverndarnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að koma framkomnum ábendingum á framfæri við Umhverfisstofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.