Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Málsnúmer 201812122

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104. fundur - 09.01.2019

Ósk um að sveitafélagið Fljótsdalshérað tilnefni fulltrúa í umhverfis- eða náttúrverndarnefndar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórnun vatnamála.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefnir Karl Lauritzson fulltrúa Fljótsdalshéraðs í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórnun vatnamála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 453. fundur - 14.01.2019

Fyrir liggur erindi frá Djúpavogshreppi varðandi tilnefningu sameiginlegs fulltrúa sveitarfélaganna í vatnasvæðanefnd.
Fram kom að umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur þegar tilnefnt fulltrúa í nefndina fh. Fljótsdalshéraðs.
Bæjarstjóra falið að hafa samráð við sveitarstjóra Djúpavogshrepps um málið.

Náttúruverndarnefnd - 12. fundur - 25.02.2019

Til kynningar er tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd. Bæjarstjórn staðfesti tilnefningu umhverfis- og framkvæmdanefndar sem gerð var í samráði við formann náttúruverndarnefndar.

Fulltrúi Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps í vatnasvæðanefnd er Karl Lauritzson en Djúpavogshreppur tilnefnir fulltrúa til vara fyrir hann.

Lagt fram til kynningar.